- Advertisement -

Fólkið sem kyndir verðbólgubálið

„Þetta sést ekki síst í því að meðlimir þessara hópa geta ekki hugsað sér að leggja sitt af mörkum til að vinna á vandanum. Þvert á móti – þau gera það sem þau geta til að viðhalda honum.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifaði:

„Efling og SGS vildu semja um krónutöluhækkanir í viðræðunum síðasta vetur. Krónutöluhækkanir auka kaupmátt láglaunafólks mest. Þær tryggja að þeim sem hafa það best eru ekki færðir enn meiri fjármunir til að nota í óþarfa neyslu eða til að kaupa eignir (og hækka með því fasteignaverð) og hlutabréf.

Því miður var ómögulegt að semja um krónutöluhækkanir. SA þvertóku fyrir það, flestir fulltrúar milli og hálauna-hópana innan ASÍ þvertóku fyrir það, og BHM þvertók fyrir það (með hörðum nýfrjálshyggju-áróðri gegn hagsmunum láglaunafólks). Því var samið um prósentuhækkanir sem hafa þær afleiðingar að fólk með góð laun fær hæstu kjarasamningsbundnu launahækkanirnar. Það fólk eykur einkaneyslu með hærri ráðstöfunartekjum og tekur þátt í að kynda verðbólgubálið.

Þau sem bera ábyrgð eiga að axla hana. Það þýðir ekki að barma sér yfir því að verðbólga fari hægt niður og að vextir lækki ekki nægilega mikið en vilja svo ekki taka þátt í því að reyna að hemja vandann þegar að tækifæri gefst. Of-alin efri millistétt og stríð-alin valdastétt finna í raun lítið fyrir áhrifum verðbólgunnar og hárra vaxta – þau hafa svo mikið fé á milli handanna. Þetta sést ekki síst í því að meðlimir þessara hópa geta ekki hugsað sér að leggja sitt af mörkum til að vinna á vandanum. Þvert á móti – þau gera það sem þau geta til að viðhalda honum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: