- Advertisement -

Halla vill halda áfram

„Ég var kjör­in í stjórn VR fyr­ir tveim­ur árum, gegndi síðan embætti vara­for­manns og tók við for­mennsku VR í lok síðasta árs. Í starfi inn­an stjórn­ar VR hef ég beitt mér fyr­ir auk­inni þekk­ingu og slag­krafti í umræðu um efna­hags­mál, enda hafa þau gríðarleg áhrif á kjör launa­fólks. Ég hef sér­stak­lega gagn­rýnt há­vaxta­stefn­una, sem hef­ur þegar kostað fé­lags­fólk VR á bæði eigna- og leigu­markaði háar fjár­hæðir, og hina viðvar­andi til­hneig­ingu til að kjara­bæt­ur séu tekn­ar til baka í gegn­um verðhækk­an­ir, gjöld og þjón­ustu­skerðingu. Sem dæmi má nefna að ég hef und­ir hönd­um bréf frá banka þar sem lán­tak­anda er til­kynnt um 172 þúsund króna hækk­un á mánaðarlegri greiðslu­byrði af heim­ili fyr­ir fjög­urra manna fjöl­skyldu, á sama tíma og við þurf­um öll að borga meira fyr­ir mat, raf­magn, trygg­ing­ar og op­in­bera þjón­ustu, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í yfirlýsingu Höllu Gunnarsdóttur formanns VR.

„VR stend­ur frammi fyr­ir flókn­um viðfangs­efn­um á næstu miss­er­um. Áhætta var tek­in með því að und­ir­rita kjara­samn­inga til lengri tíma í um­hverfi verðbólgu og of­ur­vaxta. Launa­fólk er orðið lang­eygt eft­ir raun­veru­leg­um vaxta­lækk­un­um og langþreytt á dýrtíð. Það er tíma­bært að at­vinnu­rek­end­ur og stjórn­völd axli sína ábyrgð á stöðunni. Við höf­um greitt fyr­ir þetta efna­hags­ástand alltof dýru verði á meðan banka­stofn­an­ir og fjár­magnseig­end­ur græða á tá og fingri. Á sama tíma er gerð at­laga að skipu­lagðri bar­áttu launa­fólks, til dæm­is með stofn­un gervistétt­ar­fé­laga og beit­ingu verk­banns­vopns­ins án ábyrgðar, sem og órök­studd­um hug­mynd­um um að auka vald­heim­ild­ir rík­is­sátta­semj­ara. Spor­in hræða og í lönd­um þar sem verka­lýðshreyf­ing­in hef­ur verið brot­in á bak aft­ur með þess­um hætti býr vinn­andi fólk við mun lak­ari kjör, af­komuóör­yggi og jafn­vel fá­tækt þrátt fyr­ir fulla vinnu.

Við verðum að halda bæði stjórn­völd­um og at­vinnu­rek­end­um við efnið og tryggja að vext­ir lækki og verðhækk­an­ir séu stöðvaðar. Ákvarðanir í efna­hags­mál­um sem varða okk­ur öll eiga ekki að vera tekn­ar á grunni gróðahyggju eða úr­eltra hag­fræðikenn­inga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við verðum að ráðast til at­lögu við hús­næðiskrís­una og tryggja að allt vinn­andi fólk geti átt ör­uggt heim­ili á viðráðan­leg­um kjör­um.

➔ Við verðum að standa vörð um og efla verka­lýðshreyf­ing­una og VR gegn­ir þar lyk­il­hlut­verki sem stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins.“

Yfirlýsing Höllu er lengri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: