- Advertisement -

Vandamálið er okkar allra

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar skrifar:

Misnotkunin sem ræstingafólk verður fyrir snertir ekki aðeins þær manneskjur sem fyrir henni verða – hún snertir okkur öll og samfélagið okkar. Við eigum að standa saman og krefjast þess að kjarasamningar séu virtir. Og við eigum að krefjast þess að stjórnvöld sýni og sanni að þau hlusta á raddir láglaunakvenna og fulltrúa þeirra – og meira en það, standi með okkur í baráttunni fyrir því að grundvallarréttindi alls vinnandi fólks séu virt. Það er einfaldlega þeirra pólitíska og siðferðilega skylda.

Í lýðræðissamfélagi eru réttindi vinnuaflsins það mikilvægasta sem við höfum til að tryggja félaglegan stöðugleika og efnahagslegt réttlæti. Hörð og markviss barátta verkafólks, kvenna og karla, byggði upp velferðarsamfélög Norðulandanna – þá samfélagsgerð sem við viljum lifa í og erum stolt af. Sú stéttskipting sem fengið hefur að vaxa í landinu okkar grefur undan möguleikanum á því sem við sem samfélag teljum mikilvægast: Velsæld allra, byggðri á vinnu og verðmætasköpun vinnandi fólks.

Þegar brunabjallan ómar

Þú gætir haft áhuga á þessum

Frásagnir fólks sem starfar við ræstingar, frásagnir af launaþjófnaði, blekkingum og kúgunartilburðum eru eins og brunabjalla: Ekkert okkar getur látið sem við heyrum ekki og sjáum ekki hvað er að gerast – ef við getum það erum við einfaldlega að bregðast skyldum okkar sem frjálsar manneskjur í lýðsræðissamfélagi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: