- Advertisement -

Segir að gerð hafi verið herðferð gegn sér

„Í aðdraganda aðdraganda síðustu kjarasamninga voru Leigjendasamtökin beðin um að koma með tillögur fyrir kröfugerð ASÍ.

Samtökin lögðust í mikla vinnu við að greina stöðu leigjenda frekar og fengu við það aðstoð sérfróðra. Það var fundað nokkuð oft með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, haldnar kynningar og þessháttar, ásamt vinnufundum og samtölum. Leigjendasamtökin skiluðu svo rétt fyrir jólin 2023 stuttri skýrslu með átta tillögum. Við í stjórn Leigjendasamtakanna lögðum áherslu á að tillögurnar myndu ekki kosta ríkissjóð nein fjárútlát til að auðvelda viðtöku stjórnvalda,“ skrifaði Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtkanna og beinir spjótum sínum að Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar.

„Það er staðreynd að aðeins þriðjungur félagsmanna Eflingar býr í eigin húsnæði og því 2/3 hluta félagsmanna háðir aðstæðum á leigumarkaði. Staðreyndin er að fyrir félagsmenn Eflingar þá hefur síhækkandi húsaleiga hirt allan afrakstur af umsömdum launahækkunum undanfarin 15 ár. Það var okkar trú að forysta Eflingar myndi ekki sætta sig við slíkt og myndi berjast fyrir því við stjórnvöld að böndum yrði komið á sjálftöku og hákarlamenningu á húsnæðismarkaði. En þess í stað lagði forysta Eflingar áherslu á að fá stjórnvöld til að samþykkja fríar skólamáltíðir fyrir alla, óháð efnahag. Sú krafa var samþykkt og mun kosta opinbera sjóði um 16-18 milljarða á samningstímanum. Að auki fer þessi niðurgreiðsla að langstærstum hluta til fjölskyldna sem þurfa alls ekkert á henni að halda. Þetta var að mínu mati algert glapræði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Varðandi þetta afdrifaríka símtal…

Stjórn Leigjendasamtakanna ályktaði um þessa niðurstöðu og var það samróma ákvörðun um að gera slíkt. Að auki sendum við viðhorfskönnun til okkar félagsmanna sem sýndi að við töluðum fyrir stórum meirihluta leigjenda sem fannst að leigjendur hefðu verið sviknir í kjarasamningunum.

Því hefur verið haldið fram í kjarasamningum undanfarinna ára að áhersla verði lögð á réttindi og aðstæður leigjenda, sem og á húsnæðismarkaði almennt. Það hefur jafnvel verið samið um bráðnauðsynlegar aðgerðir sem aldrei hafa verið efndar.

Þar sem fulltrúum Leigjendasamtakanna var tjáð að aðstæður leigjenda yrðu eitt af áhersluatriðum í kjarasamningunum fór mikill tími og kraftur í að vinna tillögur fyrir verkalýðshreyfinguna, sem því miður var svo einfaldlega kastað fyrir borð.

Varðandi þetta afdrifaríka símtal og einu beinu samskipti okkar Sólveigar síðan þá, þá var það tilfinningahlaðið af beggja hálfu. Herferðin sem var síðan gerð gagnvart mér innan Sósíalistaflokksins bar sem betur fer engan teljandi árangur. Ég erfi ekkert af því, hvorki við Sólveigu né Sæþór enda erum við samherjar í báráttunni fyrir bættum kjörum öreiganna. Vinur er sá er til vamms segir, og þannig verður það vonandi,“ skrifaði Guðmundur Hrafn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: