- Advertisement -

Verða þau með í þjóðarsáttinni?

Enn og aftur er boltinn hjá stjórnvöldum, sveitarfélögum og verslun og þjónustu enda er valið þeirra hvaða leið verður farin í komandi kjarasamningum!

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur Birgisson:

Núna í dag kemur fram í fréttum að til standi að hækka sorphirðugjöld sveitarfélaga um allt að 40% og í gær tilkynnti Domino´s að fyrirtækið ætlaði að hækka þriðjudagstilboð sín um 8,33%.

Það er margt sem bendir til þess að fyrirtæki þessa lands hafi ekki áhuga á að taka þátt í „þjóðarsátt“ með verkalýðshreyfingunni til að ná niður verðbólgunni og ná tökum á okurvöxtum fjármálakerfisins.

Núna í dag kemur fram í fréttum að til standi að hækka sorphirðugjöld sveitarfélaga um allt að 40% og í gær tilkynnti Domino´s að fyrirtækið ætlaði að hækka þriðjudagstilboð sín um 8,33%.

…sem eru þetta frá 6% upp í allt að 30% á einstaka gjaldaliði.

Einnig kom fram í fréttum að Pósturinn hafi í hyggju að hækka gjaldskrár sínar en ekki var nefnt hversu mikil sú hækkun yrði.

Þessu til viðbótar hafa sveitarfélög vítt og breitt um landið verið að kynna gjaldskrárhækkanir sínar sem eru þetta frá 6% upp í allt að 30% á einstaka gjaldaliði.

Það er mikilvægt að kalla eftir því frá fyrirtækjum, stjórnvöldum og sveitarfélögum hvort þau ætli að vera með í því að tryggja að hægt verði að ná tökum á verðbólgunni eða ekki. Það verður ekki gert nema nema þessir aðilar gefi það út að þau ætli að vera með og hækka t.d. verðlag ekki um meira en 2,5% svo einhver tala sé nefnd.

Ef það er ekki vilji til þess hjá ríki, sveitarfélögum, verslun og þjónustu og í raun hjá öllum fyrirtækjum að fara þessa leið saman til að ná tökum á þessu ástandi hér á landi þá mun verkalýðshreyfingin ekki ein og sér gera það, svo mikið er víst!

En allavega eru fyrirtæki byrjuð að sýna kostnaðarhækkunarspilin sín og það lofar alls ekki góðu um að hér náist samstaða um að vinna bug á verðbólgunni og okurvöxtum fjármálakerfisins.

Nú þurfa fyrirtækin að svara því hvort þau ætli að vera með því uppstilling á launakröfum verkalýðshreyfingarinnar mun ráðast af því hvort allir ætli að taka þátt eða ekki. Ef allir taka ekki þátt þá mun stefna hér í afar harðan kjaravetur enda neytendur, launafólk og heimili komin gjörsamlega að þrotum vegna okurvaxta, himinhárra þjónustugjalda og kostnaðarhækkana á öllum sviðum heimilisbókhaldsins.

Eitt er víst að verkalýðshreyfingin er til í vegferð sem lýtur að því að ná niður verðbólgu og okurvöxtum, að lagfæra tilfærslukerfin og ráðast hér í kerfisbreytingar neytendum, launafólki og heimilum til hagsbóta! Forsendan fyrir því er að allir taki þátt og enginn spili sig stikkfrí hvað það varðar!

Hér er mikið húfi enda markmiðið að auka ráðstöfunartekjur launafólks, neytenda og heimila með fleiri þáttum en „bara“ launahækkunum. Það skiptir engu máli fyrir okkur í verkalýðshreyfingunni að semja um 30, 40, 50, 60, 70 eða 80 þúsund króna launahækkanir ef allt annað hækkar um meira en það sem við semjum um.

Enn og aftur er boltinn hjá stjórnvöldum, sveitarfélögum og verslun og þjónustu enda er valið þeirra hvaða leið verður farin í komandi kjarasamningum!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: