- Advertisement -

Fórnarlömb fjármálaofbeldis bankanna

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Þessi mynd sýnir hvernig hvernig fjárhagsástand heimila og launafólks er að snarversna vegna okurvaxta fjármálakerfisins.

Það sorglega í þessu öllu saman er að það er tekjulægsta fólkið á íslenskum vinnumarkaði sem verður hvað verst fyrir barðinu á fjármálaofbeldi bankanna.

Í því samhengi er rétt að geta þess að 35% félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands sögðust vera með yfirdráttarlán í könnun sem Varða rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins gerði. Munum að yfirdráttarvextir nema í dag 17%.

Það þarf að verða skýlaus krafa verkalýðshreyfingarinnar að tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi hér á landi og Landsbankinn sem er jú í eigu þjóðarinnar verði gerður að samfélagsbanka.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: