- Advertisement -

Best að bæta aðeins í glasið

Sólveig Anna Jónsdóttir:

Í gær sagði ég við samstarfsfélaga mína að innan skamms myndi Mogginn slá því upp að breiðfylking sú sem leiðir nú kjarasamningsviðræður fyrir 93% aðildarfélaga.

Leiðarahöfundur Moggans hefur mögulega fengið sér nokkra sjússa áður en hann dýfði pennanum í byttuna svo af draup og hóf skriftir. Vangaveltur þær sem í leiðara helgarinnar birtast eru þess eðlis að það er ekki ósennilegt að heilinn sem þær fæddust í hafi verið örlítið öl-vímaður. Sjálfur Churchill drakk frá morgni til kvölds, til skiptis brennda drykki og kampavín, en slíka drykki er einmitt oft fjallað um í Viðskiptamogganum, og ekki ósennilegt að aðalsmennirnir í Hádegismóum ímyndi sér að fyrst svo flottur strákur og fyrirmynd hafi lifað sem mennsk silfur-tarína sé ekkert annað en hyggilegt að styðjast við hans örlítið valta en óumdeilanlega árangursríka lífsmáta.

Í gær sagði ég við samstarfsfélaga mína að innan skamms myndi Mogginn slá því upp að breiðfylking sú sem leiðir nú kjarasamningsviðræður fyrir 93% aðildarfélaga.

Best að bæta aðeins í glasið…

Alþýðusambandsins, eða u.þ.b. 115.000 manneskjur á íslenskum vinnumarkaði sem er u.þ.b. 73% alls vinnandi fólks á landinu, væri í raun alls ekkert breið og ætti að skammast sín og hlusta sem fyrst á þá sem hefðu allt aðrar skoðanir á markmiðum þeim sem stefna skal að í viðræðunum. Það væri hið eina rétta og lýðræðislega í stöðunni. Því eins og öll vita vel hefur það auðvitað ávallt verið svo í gegnum allar heimsins samningaviðræður að um leið og fulltrúar fjölmennra hópa hafa komið sér saman um nálgun og aðferðir í því sem semja skal um hverju sinni og myndað með sér bandalag, er það frumskylda að falla strax frá þeim markmiðum sem sátt hefur náðst um og gera markmið annara hópa, helst þeirra fámennustu, að markmiðum fylkingarinnar. Aðeins þannig er hægt að viðhalda hinum lýðræðislegu sjónarmiðum.

Og viti menn, það er einmitt umfjöllunarefni leiðarans.

Viljið þið vita hvað gerist ef ekki er fetuð sú skynsama og mannkynssögulega margreynda leið sem að rakin er hér að ofan og þeir víðlesnu og lífsreyndu manna sem taka náðarsamlegast að sér að nota heilana sína í að útbúa fyrir okkar leiðara Morgunblaðsins vita að er sú eina rétta? Það er ekki flókið: Þú ferð þá samstundis að minna á Lenín og bolsévikana! Sem voru mjög vondir við mensjevikana. Ragnar Þór er aðeins ótýndur bolséviki, og Þórarinn í Sameyki og Halla Gunnarsdóttir eru þjáðir mensévikar. Svo illa er komið fyrir íslenskri verkalýðshreyfingu.

Ástandið er vægast sagt dapurlegt. Best að bæta aðeins í glasið og losa um smá dópamín til að sefa hinar melankólísku tilfinningar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: