- Advertisement -

Samtaka um að öskra á launafólk og kenna þeim um verðbólguna

Vilhjálmur Birgisson:

Svo klórar þetta sama fólk sér í hausnum og skilur ekkert af hverju verðbólgan lækkar ekki. Getur það verið að okurvextir fjármálakefisins séu að fóðra verðbólguna?

Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins rétt fyrir helgina kom fram í máli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að eitt prósent hækkun vaxta kosti íslensk fyrirtæki 30 milljarða á ári.

Í þessu samhengi er rétt að vekja athygli á að frá því við undirrituðum kjarasamninga í byrjun desember á síðasta ári hafa óverðtryggð skuldabréfalán hækkað um 3,5%. Það þýðir að kostnaður fyrirtækja vegna vaxtahækkana hefur hækkað um 105 milljarða og að sjálfsögðu fer hluti af þessum aukna fjármagnskostnaði beint út í verðlagið.

Já takið eftir, stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa gert það að verkum að fjármagnskostnaður fyrirtækja hefur aukist um 105 milljarða frá undirritun kjarasamninga. En hvað kostuðu kjarasamningar sem undirritaðir voru á hinum almenna vinnumarkaði í desember? Jú þeir kostuðu 76 milljarða sem er 28 milljörðum minna en það högg sem fyrirtæki hafa þurft að taka þá sig vegna okurvaxta fjármálakerfisins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo öskrar Seðlabankinn…

Svo öskrar Seðlabankinn, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld á verkalýðshreyfinguna að hún verði að sýna stillingu við kjarasamningsgerð og það á sama tíma og Seðlabankinn leggur 40% meiri álögur á fyrirtæki en kjarasamningar kostuðu fyrirtækin.

Svo klórar þetta sama fólk sér í hausnum og skilur ekkert af hverju verðbólgan lækkar ekki. Getur það verið að okurvextir fjármálakefisins séu að fóðra verðbólguna? Það er rétt geta þess í þessu samhengi að það kostar 7 milljónum meira að meðaltali að byggja íbúð en fyrir 12 mánuðum og spilar stóraukin fjármagnskostnaður stóran þátt í því.

Hér fer alls ekki saman hljóð og mynd og eina sem þetta ágæta fólk er sammála um er, er að öskra á launafólk og kenna þeim um verðbólguna!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: