- Advertisement -

Smjörklípa Bjarna, mótmælir kauphækkun bankastjóra

ASÍ varaði við þessum ofurhækkunum en BB skeytti því engu.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Fjölmiðlar gerðu stórfrétt úr því í morgun, að fjármálaráðherra hefði mótmælt mikilli kauphækkun bankastjóranna.Þegar Benedikt Jóhannesson þá fjármálaráðherra beindi því til bankastjóranna að rifa seglin í launamálum á hafði BB engan áhuga á málinu og skeytti því engu. 

Undanfarin misseri hafa ráðherrar, þingmenn, æðstu embættismenn, dómarar, biskup, prestar, forstjórar ríkisstofnana o.fl. o.fl hækkað laun sín upp úr öllu valdi.  Allt var það gert í skjóli kjararáðs undir formennsku miðstjórnarmanns í Sjálfstæðisflokksins og undir handarjaðri BB.

Þú gætir haft áhuga á þessum

ASÍ varaði við þessum ofurhækkunum en BB skeytti því engu. Rætt var á alþingi hvort ætti að afturkalla einhverjar af þessum ofurhækkunum. Nokkrir þingmenn þóttust vilja gera það en þegar á átti að herða guggnuðu þeir allir á því nema Jón Þ. Ólafsson.

Launahækkun bankastjóranna er í stíl við ofurhækkanir kjararáðs, sem framkvæmdar voru undir handarjaðri BB. Hvers vegna rýkur hann þá upp nú og þykist vera á móti hækkunum bankastjóranna? Jú, þetta er smjörklípa. Þetta á að leiða athyglina frá verkfalli á almennum markaði og athyglina frá úrræðaleyfi stjórnar KJ og BB í verkfallsmálum. Í rauninni hefur BB ekkert á móti háum launum í bönkum eða annars staðar. Enginn á meiri þátt í ofurlaunum en BB.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: