- Advertisement -

Málþófið hentar ríkisstjórnarflokkunum

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári:
Hin undarlega stjórnarandstaða hinnar frjálslyndu miðju, SPC, snýst nú ekki gegn ríkisstjórninni heldur Miðflokknum

Það skrítna við málþóf Miðflokksmanna er ekki vilji þeirra til að koma sér í stöðu til að geta samið um frestun á afgreiðslu orkupakkans; þar er ósköp vanaleg staða á Alþingi. Það skrítna er að það eru aðrir stjórnarandstöðuflokkar sem kvarta og kveina; það er Viðreisn, Píratar og Samfylkingin sem sækja orkupakkamálið og hafa uppi stór orð um árásir Miðflokksmanna á lýðræðið, framtíðina og guð má vita hvað ekki.

Stjórnarliðar segja fátt, enda er þeim ósárt um að stjórnarfrumvörp sem bullandi ágreiningur er um milli stjórnarflokkanna komist ekki á dagskrá; heilbrigðisáætlun Svandísar, fjölmiðlastyrkir Lilju, endurskoðun fjármálaáætlunar Bjarna, stjórnarskrármálamiðlun Katrínar o.s.frv. Ríkisstjórnin væri ósárt um að allt þetta myndi frestast og helst orkupakkinn líka, sem leggst mjög illa í grasrót einmitt VG, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Hin undarlega stjórnarandstaða hinnar frjálslyndu miðju, SPC, snýst nú ekki gegn ríkisstjórninni heldur Miðflokknum; SPC leggur alla áherslu á að afgreiða stjórnarfrumvörp og hefur það helst við þau að athuga að ríkisstjórnarflokkarnir hjálpi þeim lítið við að ná stjórnarstefnunni í gegn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: