- Advertisement -

Öryrkjar meðhöndlaðir sem glæpamenn og útgerðarauðvaldið sem óskabörn þjóðarinnar

Enginn þingmaður vill breyta því þjóðskipulagi sem er við lýði.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Öryrkjar eru meðhöndlaðir sem glæpamenn af stjórnvöldum á meðan þeir sem stela hundruðum milljarða arði af sameiginlegum auðlindum okkar eru meðhöndlaðir eins og óskabörn þjóðarinnar. Allt gert svo kvótakóngarnir geti haldið áfram að stela, svindla og svíkja. Opna aflandsreikninga, henda fiskinum, svindla á vigtinni, borga lægri veiðigjöld og nota öll trixin í bókinni til að svindla undan skatti. Það velur það hins vegar enginn að verða veikur. Heilsan er það dýrmætasta sem fólk á. Og það vill engin lifa á þeirri hungurlús sem öryrkjum er skömmtuð. Auk þess er ekki hægt að lifa af örorkulaununum. En samt gerast stjórnvöld sek um að líta svo á að veikt fólk sé að svindla og svíkja. Sumir séu í raun og veru ekki veikir og séu að svíkja út bæturnar. Til þess að hanka fólk hefur verið reynt að sitja um öryrkjar og finna bótasvikara. Glæpamennina á örorkunni. Það sé meira en lítið skrýtið að öryrkjum hafi fjölgað. Það sé sennilega svindl og fólk hefur verið hvatt til að láta vita ef það telur einhverja vera að svindla. Nýjustu fréttir herma hins vegar að öryrkjum er ekki að fjölga eins og haldið er fram.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Megi þeir halda áfram að stela arðinum af auðlindinni okkar og hagnast um fleiri hundruð milljarða á ári.

Þó einhverjir alþingismenn öskri í þinginu um að hækka beri örorkulaunin og aðrir öskri um að hækka beri veiðigjöldin er enginn þingmaður á Alþingi núna sem vill breyta því þjóðskipulagi sem er við lýði og kallar fram þetta óréttlæti. Jafnvel þó örorkulaunin myndu eitthvað hækka og veiðigjöldin líka breytir það engu um heildarmyndina. Þeir ríku munu halda áfram að verða ríkari og áfram verður hagur öryrkja mjög slæmur. Kerfið sem nú er við lýði hefur skapað svo mikinn ójöfnuð og svo mikla hamfarahlýnun að annað eins hefur ekki þekkst. En samt telja allir þingmenn að þetta sé eina kerfið sem geti gengið upp. Markaðshyggjan og kapítalisminn sem hefur síðan leitt til nýfrjálshyggju með þeim afleiðingum sem við þekkjum fyrir hinar vinnandi stéttir, öryrkja og fátækt eftirlaunafólk. Lengi lifi kvótakóngarnir. Megi þeir halda áfram að stela arðinum af auðlindinni okkar og hagnast um fleiri hundruð milljarða á ári.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: