- Advertisement -

Ríkir karlar ríða um og skammta fólki

Auðvitað eiga byggðarlögin sjálf að fá kvótann.

Gunnar Smári skrifar:

Ein mynd kvótakerfisins er að kvótagreifar fá úthlutað kvóta sem þeir koma svo og færa inn í byggðarlögin, svo þar er litið á þessa menn sem frelsara, goðum líka menn sem koma færandi hendi, með lífsbjörgina undir höndum. Og lífsbjörgin sem þeir koma með, er án undantekninga eitthvað sem þeir hafa komist yfir í öðru byggðarlagi, þar sem þeir hafa svikið fólkið, flutt kvótann burt í skjóli myrkurs. Það er í raun fráleit hugmynd að fela örfáum útgerðarmönnum að deila út kvótanum til byggðanna, eins og þeir hafi fundið hann upp, eigi hann eða hafi umboð til að færa einu byggðarlagi líf en skammta öðru dauða. Auðvitað eiga byggðarlögin sjálf að fá kvótann. Og ef fólkið í þeim vill fela einhverjum útgerðarmanni að veiða fiskinn á það að rétta honum kvótann með skilyrðum og gegn gjaldi. Það er algjörlega út í hött að þessu sé öfugt farið, að einhverjir ríkir karlar ríði um héröð, deili og drottni, og skammti fólkinu lífsmöguleika. Hverjum datt sú vitleysa í hug?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: