- Advertisement -

Björn Leví styður ekki Eflingu

Þar kristallast kannski helst munurinn á því að ég styð láglaunafólk en ekki Eflingu.

„Ég hef alltaf stutt kjarabaráttu launafólks enda kominn þaðan sjálfur. Fyrsta starfið mitt eftir framhaldsskóla var starfsmaður í leikskóla, sem ég hef oft sagt vera besta starfið sem ég hef verið í og ef launin hefðu verið hærri væri ég þar kannski enn,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

„Fyrir mér er það hins vegar himinn og haf að styðja Eflingu og að styðja láglaunafólk. Þetta tvennt er ekkert það sama, þó félagsmenn Eflingar séu auðvitað láglaunafólk, þá er það tvennt ólíkt; félagið og starf þess og félagsmenn. Ég get alveg sagt að staðan núna sé afleiðing áratuga af misheppnuðum samningaviðræðum um kaup og kjör. Launin ættu að vera hærri en þau eru og vinnutíminn styttri. Ég var til dæmis einu sinni í verkfalli í nokkrar mínútur áður en samningar náðust við leikskólakennara sem mér fannst einfaldlega lélegir. Leikskólakennarar áttu mun hærri laun skilið en fengust í þeim samningum,“ skrifar hann.

„Þær launakröfur sem nú er verið að gera líta ágætlega út, stytting vinnuviku er ekki nógu framarlega í umræðunni og sú stytting sem náðist í lífskjarasamningunum var drasl. Var í raun bara tilfærsla á pásum en ekki eiginleg stytting vinnutíma.

…hérna er ég að tala almennt um stjórnmál en ekki núverandi kjaradeilu.

Áróðursherferðin sem er í gangi núna er heldur ekki eitthvað sem ég get stutt. Þar kristallast kannski helst munurinn á því að ég styð láglaunafólk en ekki Eflingu. Á meðan ég vona að þau nái góðum samningum þá get ég ekki stutt aðferðina,“ skrifar Björn Leví.

„Almennt séð þá helgar tilgangurinn ekki meðalið. Vandamálið er að í stjórnmálum þá er meðalið oft ansi beiskt, jafnvel úldið, en fær að viðgangast í skjóli leyndarhyggju og falsks „trúnaðar“. Það er sífellt verið að búa til vettvang þar sem hægt er að draga fram öll vopnin; tilfinningarökin, útúrsnúninga, hótanir, … allt saman. Ath. að hérna er ég að tala almennt um stjórnmál en ekki núverandi kjaradeilu. Það er hins vegar margt sem ég sé sem slær á þær nótur í umræðunni. Þess vegna er ég efins, ekki um kjarabæturnar heldur um meðalið.

Fólk sem spyr mig, „styður þú Eflingu“ og ætlast til þess að það sé samasemmerki á milli þess og að styðja láglaunafólk … nei og nei. Á meðan ég styð kjarabætur láglaunafólks þá þýðir það ekki að ég styðji það skilyrðislaust. Ég bara virka þannig. Ég geri mér væntingar um meiri styttingu vinnuvikunnar, áróðurslausa umræðu og betri kjör. Eins og ég sé þetta þá tikkar núverandi kjaradeila í eitt af þeim boxum. Gangi þeim sem allra best með það og betur með hitt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: