- Advertisement -

Koma vitringanna til Betlehem

Erindi um málverk Memlings af komu vitringanna til Betlehem verður haldið fimmtudaginn 11.desember kl 17:15 Á Bókasafni Kópavogs og er það Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur, sem heldur það.

Á síðu Bókasafnsins stendur að flæmski málarinn Memling hafi málað fræga mynd af komu vitringanna til Betlehem, en hvað var api að gera á þeirri mynd? Hverjir voru vitringarnir? Hvaðan komu þeir? Og hvað varð um þá? Hvað hafa þeir með dómkirkjuna í Köln að gera? Og hvað með þýskan keisara sem hefur setið svo lengi og beðið að hökutoppurinn á honum hefur vaxið niður í gegnum borðplötuna? Og hvaða gagn er eiginleg að myrru?

Allir velkomnir og aðgangseyrir er engin.

Sjá frétt á síðu Bókasafnsins

 

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: