- Advertisement -

Svo jafnvel ekki heyrist til Ingu Sæland

Já, og ekki má gleyma framkvæmdum við þingmannahöll við hliðina á Alþingishúsinu.

Jón Örn Marinósson skrifar:

Rölti eftir hádegi niður í miðbæ mér til heilsubótar og afþreyingar í samkomubanninu. Ef ég hefði ekki verið ótimbraður hefði ég haldið að klukkan væri sisona á að giska hálftíu á sunnudagsmorgni; svo fámennt var í Kvosinni, á Laugavegi og Skólavörðustíg. Því skal þó haldið til haga að talsvert mannlíf var á þeim stöðum í miðbænum þar sem verið er að reisa hótel, við Austurvöll, Lækjargötu og hjá Hörpu; töluð þar lettneska, lítháíska, pólska og enska með íslenskum hreim. En nú er að sjá hversu lengi menn mega bíða eftir því að þessar draumaborgir úr steinsteypu fyllist af framandi tungum á skemmtiferðalagi. Já, og ekki má gleyma framkvæmdum við þingmannahöll við hliðina á Alþingishúsinu: Þar reka menn niður stálþil þessa dagana – alla leið til helvítis, gæti ég trúað – og með slíkum feiknahávaða að heyrist jafnvel ekki til Ingu Sæland þegar henni liggur mest á hjarta í ræðupúltinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: