- Advertisement -

Meirihluti samþykkti Ísalsamningana

Bæði félagar í Hlíf í Hafnarfirði og í VM hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Rio Tinto í Straumsvík. Mikill meirihluti félagsmanna beggja félaganna var samþykkur.

„Í dag voru kynntar niðurstöður í kosningu um kjarasamning við Ísal. Kosningin for þannig að 86% þeirra sem tóku þátt samþykktu samninginn. Er það mjög gleðilegt að það skuli hafa tekist að fá samning og afturvirkar greiðslur frá því að síðasti samningur rann út. Mín skoðun er sú að samningur eigi ávallt að taka við af samning,“ skrifar Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, á heimasíðu félagsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: