- Advertisement -

ASÍ má ekki falla frá kjarasamningum

Kristján Þórður Snæbjarnarson, varaforseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambandsins, skrifar:

3,5% mótframlag í lífeyrissjóð er ekki eitthvað gjald sem hverfur í „hítina“ er ekki týnt upp af götunni. Fyrir þetta 3,5% mótframlag getur launafólk valið að setja þessa upphæð í tilgreinda séreign.
Ungt fólk getur safnað þessu saman til útborgunar í fyrstu kaup fasteignar.
Allir geta valið að ráðstafa þessari upphæð í samtryggingu eða í séreignasjóð!
Afsal á 3,5% þýðir eftirgjöf fyrir einstakling með 600.000 heildarlaun upp á 21.000 kr. á mánuði, 126.000 kr. á 6 mánuðum.

Aðstæður eru erfiðar núna og líklega má gera ráð fyrir að ástandið muni vara næstu mánuði en gera má fastlega ráð fyrir að flestar atvinnugreinar muni rísa aftur upp þegar veiran er farin yfir.

Vandamál fyrirtækjanna er yfirleitt stöðvun á tekjuflæði, þá hafa 3,5% lítið að segja um viðbrögð. Þar kemur hlutaatvinnuleysi miklu sterkar inn, sem er tilkomið vegna krafna verkalýðshreyfingarinnar.

SA tókst, með mjög einföldum hætti, að búa til sundrung í samfélaginu.

Brúarlán til fyrirtækja eru hugsuð til að tryggja fyrirtækjum tekjur og takið eftir að þetta er tímabundið ástand og því þarf að gera fyrirvara um að þau fyrirtæki sem nýta sér úrræði sem þetta að þau megi EKKI greiða út arð (því það er svo að það gera all flestir ráð fyrir að staða fyrirtækjanna batni aftur og möguleiki á arðgreiðslum verði kominn tiltölulega fljótt).

Samninganefnd ASÍ hefur ekki heimild til þess að grípa inn og lækka eða falla frá kjarasamningsbundnum ákvæðum. Það getur nefndin stundum gert þegar forsenduákvæði kjarasamninga er virkt og nefndinni er falið að sinna slíkum ákvörðunum, ekki á öðrum tímum.

Félagsmenn verða að greiða atkvæði um kjarasamninga og aðgerðir / breytingar á þeim.

Hversu oft hafa Samtök atvinnulífsins komið og boðið launafólki hækkun launa vegna erfiðrar stöðu heimilanna? Hversu oft hefur SA opnað inn á samtal til að bæta stöðu heimilanna þegar kjarasamningar eru ekki lausir?

Við verðum að tryggja störfin, við verðum að tryggja að verðbólga aukist ekki, stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins eru ekki stikkfrí þar. Þeim tókst, með mjög einföldum hætti, að búa til sundrung í samfélaginu í stað þess að stuðla að samstöðu, gleymið ekki hvernig SA ætlaði að afgreiða sóttkvíarmálin…


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: