- Advertisement -

71.600 ferðamenn í apríl

Ferðaþjónusta Tæplega 72 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 12.400 fleiri en í apríl á síðasta ári. Aukningin nemur nærri 21 prósenti. Aukning hefur verið milli ára alla mánuði frá áramótum eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar og 26,8% í mars.

Ferða 2Bretar fjölmennastir


Um þrír af hverjum fjórum ferðamönnum í apríl árið 2015 voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 26,4% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn eða 15,2% af heildarfjölda. Þar á eftir fylgdu Norðmenn (6,9%), Danir (6,0%), Þjóðverjar (5,2%), Svíar (4,6%), Frakkar (4,1%), Kanadamenn (3,4%), Kínverjar (2,4%) og Spánverjar (2,0%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum og Bandaríkjamönnum mest milli ára en 3.269 fleiri Bretar komu í apríl í ár en í sama mánuði í fyrra og 3.179 fleiri Bandaríkjamenn. Bretar og Bandaríkjamenn báru uppi ríflega helmings aukningu ferðamanna í apríl milli ára.

Ferða 1Hafa fjórfaldast


Ferðamenn í aprílmánuði hafa nærri fjórfaldast frá árinu 2002. Oftast hefur verið um aukningu að ræða milli ára en mest hefur hún þó verið síðustu fjögur árin. Þannig hafa ferðamenn meira en tvöfaldast í aprílmánuði frá árinu 2011. Ferðamenn frá N-Ameríku hafa meira en þrefaldast, ferðamenn frá Bretlandi og löndum sem flokkast undir annað nærri þrefaldast og ferðamenn frá Mið og S-Evrópu nærri tvöfaldast. Norðurlandabúum hefur fjölgað í minna mæli en hlutdeild þeirra í aprílmánuði hefur minnkað jafnt og þétt með árunum. Hlutfall Norðurlandabúa í apríl var um þriðjungur framan af en í aprílmánuði 2015 voru þeir orðnir fimmtungur ferðamanna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: