- Advertisement -

Þegar Brynjar kvaldist úti í bæ

Hér er stutt sýnishorn af umræðu á Alþingi um breytingar Katrínar Jakobsdóttur á stjórnarskránni. Munum að Brynjar er einn af þingmönnum ríkisstjórnar Katrínar:

Gunnar Bragi Sveinsson: „Hvað er það sem vakir fyrir þeim sem halda svona löguðu á lofti og hvers vegna í ósköpunum fóru menn í þá vegferð, sem farið var í 2009, að reyna að breyta grunnlögum íslenskrar þjóðar?“

Brynjar Níelsson: Ég var ekki á þinginu 2009 þegar þessi ósköp hófust og kvaldist bara úti í bæ. Við þær aðstæður sem sköpuðust 2009 — nú er ég bara segja hvernig ég lít á þetta og mín upplifun er — eftir hrunið, þar sem þjóðin var í fullkomnum sárum, myndaðist andrúmsloft fyrir dellu, það sem ég kalla dellu. Þá fær það byr undir báða vængi að breyta samfélaginu í grundvallaratriðum. Það er ferlið sem menn eru margir búnir að vera í, þetta var tækifærið til að breyta íslensku samfélagi. Það var nauðsynlegt að breyta því vegna hrunsins. Þess vegna eru menn enn þá að þessu og sjá auðvitað í því pólitískan ávinning að reyna að koma inn í stjórnarskrá pólitískum sjónarmiðum sínum sem við erum að takast á um hér á hverjum degi. Í mínum huga er stjórnarskrá ekki slíkt plagg. Það er hægt að kalla það að vera steintröll t.d. að ég er ekki til í að fara að breyta stjórnskipan landsins. Við erum búin að byggja hér upp frábært samfélag í raun og veru, á þessari stjórnskipan, þessari lýðræðishefð sem menn hafa virt. Við sjáum hvernig valdaskipti verða. Þetta er ekki vandamál. Þetta er dýnamískt samfélag sem byggist á skipan okkar og lýðræðishefð. Ég ætla ekki að vera þátttakandi í því, í einhverju svona sérstöku ástandi, að rústa því kerfi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: