- Advertisement -

Yfirtaka þingflokkanna á lýðræðinu heldur áfram

Gunnar Smári skrifar:

Yfirtaka þingflokkanna á lýðræðinu heldur áfram. Fyrir skömmu var búin til nefnd framkvæmdastjóra allra flokkanna sem lögðu til að ríkið styrkti þá um á fjórða milljarð á hverju kjörtímabili. Hér er svo frumvarp sem sömu framkvæmdastjórar semja um lagaumhverfi stjórnmálaflokka. Þarna er auðvitað sumt saklaust en þarna er líka allskonar til að gera það eins erfitt og mögulegt er fyrir fólk að stofna stjórnmálaflokk og bjóða fram. Eins og með fjárausturinn úr ríkissjóði er markmiðið að verja þá flokka sem þegar eru á þingi.

Og hvaða fyrirbrigði annað fær þessa þjónustu hjá þinginu, að framkvæmdastjórar setja lagareglur um eigin starfsemi? Mættu formenn verkalýðsfélaga setjast niður og semja nýja Vinnulöggjöf, framkvæmdastjórar listamannafélaganna ný lög um starfslaun listamanna eða formenn aðildarfélaga öryrkjabandalagsins ný lög um öryrkja?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég held að almenningur verði að rísa upp og krefjast þess að fá að setja flokkunum lög og reglur. Það gengur ekki að þeir geri þetta upp á sitt einsdæmi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: