- Advertisement -

Dómgreind ríkisstjórnarinnar hefur brugðist

Stjórnmál „Ríkisstjórnin hefur gert margt bærilega, sem hefð er fyrir að sé mesta hrós sem almenningur treystir sér til láta út úr sér um ríkisstjórnir almennt,“ segir meðal annars í Reykjavíkurbréfi morgundagsins.

Ritstjórinn stuggar við ríkisstjórninni. Vill að hún gangi fastar fram í málefnum flóttafólks.

Áfram er skrifað um ríkisstjórnina:

„En síðustu misseri og jafnvel ár er hún óneitanlega orðin afskaplega dýr á fóðrum. Þar mætti margt telja upp sem ergir mann sífellt meir og ekkert er þó eins stjórnlaust og heimskulegt og nálgun hennar við svokölluð málefni flóttamanna. Enginn veit lengur hvernig hún nálgaðist þá niðurstöðu, sem almenningur situr nú uppi með, og enn síður hversu fráleitur endapunkturinn á hneykslinu kann að verða að lokum. Iðulega er látið eins og uppi hafi verið ímynduð krafa, sem lengi hafi legið í loftinu og „í raun verið fyrirsjáanleg“. En það stenst varla heldur. Nema þá að í því felist að allar aðrar ákvarðanir hefðu leitt til þess að ríkisstjórnin hefði sprungið og það með  töluverðum hvelli og jafnvel oftar en einu sinni. Það er svo sem ekki hægt að útiloka, en þá hefði vísast verið minni en engin eftirsjá að henni. Dómgreindin í þessum málaflokki hefur illa brugðist.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: