- Advertisement -

654 útgerðir bíða eftir Kristjáni Þór

Örn Pálsson skrifar:

Það liggur því fyrir að mati LS að ráðherra geti því aukið veiðiheimildir til strandveiða um 1.170 tonn.

Útgerðir 654 strandveiðibáta bíða nú með óþreyju eftir ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hversu miklu verður bætt við áætlaðan afla þeirra í þorski.

Samkvæmt reglugerð verða veiðar stöðvaðar þegar aflinn nær tíuþúsund tonnum. Nú hafa veiðarnar varað i 41 dag sem skilað hafa 7.642 tonnum, þar af 7.070 tonnum af þorski. Að óbreyttu verður stöðvun veiða upp úr miðjum ágúst.

LS sendi sjávarútvegsráðherra erindi.pdf sl. fimmtudag þar sem hann er hvattur til að tilkynna hið fyrsta um viðbótarheimildir í þorski til strandveiða. Ráðherra hefur boðað tilkynningu varðandi strandveiðar nk. mánudag, þann 19. júlí. Það er ekki seinna vænna þar sem eindagi á að segja sig frá veiðum er 20. júlí.

Þú gætir haft áhuga á þessum

LS gengur útfrá því að allt það sem nú er til ráðstöfunar úr 5,3% pottinum komi óskert til strandveiða. Um mánaðarmótin maí – júli, voru það 335 tonn.pdf Af því hefur 140 tonnum verið úthlutað til að tryggja línuívilnun til loka fiskveiðiársins.

Af því hefur 140 tonnum verið úthlutað til að tryggja línuívilnun til loka fiskveiðiársins.

Í lok júní tilkynnti Fiskistofa um niðurstöðu tilboðsmarkaðar í skiptum á makríl fyrir þorsk. Alls fengust þar 976 tonn.

Það liggur því fyrir að mati LS að ráðherra geti því aukið veiðiheimildir til strandveiða um 1.170 tonn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: