- Advertisement -

Þrjár ungar manneskjur brenna inni

Sólveig Anna skrifar:

Þá bregður svo að við framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins stígur fram með penna í hönd, til þess að rökstyðja að við eigum að draga úr eftirliti og viðurlögum!

Þrjár ungar manneskjur brenna inni vegna skorts á eldvörnum og húsnæðismarkaðar þar sem lögleysa og algjört eftirlitsleysi ríkir.

Launum er stolið af verkafólki í hundruða milljóna vís á ári.Sjómenn voru látnir vinna fárveikir af Covid á frystitogara.

Starfsmannaleigur hola fólki niður í aðstæðum sem minna helst á verbúðir um miðja síðustu öld.

Börn alast upp í iðnaðarhúsnæði þar sem ekki er einu sinni hreinlætisaðstaða. Í sumarlok datt verkamaður tíu metra til jarðar í húsgrunni á byggingarsvæði í næstu götu við skrifstofuna mína.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði fyrir skemmstu um vinnumarkaðinn sem „löglegu hliðina á skipulagðri glæpastarfsemi.“

Svona mætti áfram telja. Það ætti að vera aulgjóst að nóg er af tilefnum til að efla opinbert eftirlit og viðurlög gegn brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði.

Þá bregður svo að við framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins stígur fram með penna í hönd, til þess að rökstyðja að við eigum að draga úr eftirliti og viðurlögum! Það er sorglegt og með algjörum ólíkindum að sjá að heildarsamtök íslenskra atvinnurekenda séu í dag helstu andstæðingar laga og reglu á íslenskum vinnumarkaði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: