- Advertisement -

Útgerð fékk 205 milljónir á silfurfati

Ómar Sigurðsson skrifar:

Ég er orðinn svo hissa og hneykslaður á þekkingarleysi sjávarútvegsráðherra, sem birtast í furðulegum ummælum hennar. Á þingi sagði sjávarútvegsráðherra eftirfarandi:

„Skilar tonn í skelbætur því sama og tonn í strandveiði? Sú spurning liggur í loftinu og þeirri spurningu þarf að svara. Þessi umfjöllunarefni verðskulda að farið sé í saumana og ákvarðanir teknar,“ tilvitnun lýkur.

Á yfirstandandi ári fékk einn bátur rúm fjörutíu prósent skelfiskbótanna, Þórsnes SH. Sem er í eigu Þórsnes ehf. Stykkishólmi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki svo mikið sem kílói landað í Stykkishólmi.

Því er fljótsvarað hvernig þessar bætur nýttust, en þær voru í þorski og ýsu sem fyrirtækið fékk frá ríkinu án nokkurs endurgjalds og án nokkurra skilyrða.

Hvert einasta kíló var leigt frá bátnum og fékk fyrirtækið 205 miljónir í sinn hlut. Já tvö hundruð og fimm miljónir án þess að dýfa fingri í kalt vatn. Ekki svo mikið sem kílói landað í Stykkishólmi.

Strandveiðin býður ekki uppá neitt brask, aflanum úr strandveiðibátunum er landað í sjávarplássunum hringinn í kring um landið þar sem hann fer á markað og allar fiskvinnslur smáar sem stórar geta keypt aflann.

Það er óásættanlegt að sjávarútvegsráðherra skuli þurfa að skipa nefnd til að kalla fram þessar upplýsingar sem allir sjómenn þekkja.

Kæra Svandís, síminn minn er 8916020 ef þig vantar frekari upplýsingar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: