- Advertisement -

Swansea verðleggur Gylfa Þór á fjóra milljarða

- Everton og West Ham hafa sýnt honum mikinn áhuga

Svo kann að fara að Swansea neyðist til að selja Gylfa Þór Sigurðsson, sinn mikilvægasta leikmann, að lokinni leiktíð. Félagið hefur gefið út að komi til þess muni hann ekki kosta minna en 30 milljónir punda, sem eru rétt rúmir fjórir milljarðar á gengi dasgins.

Bæði Everton og West Ham hafa sýnt áhuga á að kaupa Gylfa. Gylfi hefur leitt félag sitt úr mestri fallbaráttunni með glæstri frammistöðu og hefur hann vakið nýja og aukna athygli fyrir framgöngu sína.

Stjórnendur Everton sjá hann falla vel í leik liðsins, þar sem hann lék með Romelu Lukaku, Ross Barkley, Kevin Mirallas og Seamus Coleman.

Hjá West Ham er hann sagður geta bætt sókn þess félags mikið. Þar lék hann með mönnum einsog Manuel Lanzini, Andre Ayew og Michail Antonio.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Swansea er sagt eiga það erfitt, að félagið neyðist ef til vill til að selja Gylfa meðan hann er metinn svo hátt eins og nú er.

Framkvæmdastjóri Swansea, Paul Clement, segir að félagið verði að finna arftaka Gylfa áður en hann verður seldur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: