- Advertisement -

Á Sjálfstæðisflokkurinn að skila styrkjunum?

Haukur Arnþórsson skrifaði:

Guðrún Hafsteinsdóttir telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að skila styrknum frá 2022, en þá var flokkurinn ekki enn skráður stjórnmálaflokkur, en Vilhjálmi Árnasyni finnst það fráleitt. Úr því ég hef kynnt mér þetta mál get ég sagt að sennilega hafa bæði rétt fyrir sér – afstaða Guðrúnar er afstaða stjórnmálamanns en Vilhjálms lögfræðings.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn skilar styrknum – að tillögu Guðrúnar – er hann að leggja til að eitt skuli yfir alla flokkana ganga. Það er eitthvað sem kjósendur skilja. Þetta þyrfti ekki að kosta Sjálfstæðisflokkinn óheyrilega mikið – ef allir sem fengu styrk án þess að vera skráðir stjórnmálasamtök endurgreiða, þá á Sjálfstæðisflokkurinn vangreiðslu inni fyrir 2023 og 2024. Þessi afstaða sýnir að Guðrún er straumlínulaga við vilja almennings – og skilur réttlætiskennd hans.

Afstaða Vilhjálms er hins vegar líklega rétt lögfræðilega. En fáir meðal kjósenda munu skilja af hverju Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að endurgreiða styrkinn 2022 (þegar hann var ekki enn skráður sem stjórnmálaflokkur) meðan Flokkur fólksins og Vinstri græn ættu að endurgreiða.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það skal ég skýra. Sennilega gengi það gegn meðalhófi að krefja flokka sem fengu styrk 2022 og skráðu sig réttilega fljótt á eftir – um endurgreiðslu. Þeir ættu að hafa svigrúm til að skrá sig. Ef ég væri skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og vissi að málið færi fyrir dómstóla, myndi ég mögulega – alla vega skoða vel – krefja bara Ff og Vg um endurgreiðslu. Af því að þeir sóttu sér styrkina án þess að uppfylla lagaskilyrðið endurtekið og meðvitað.

Afstaða Vilhjálms er í takt við ákvarðanir foringja Sjálfstæðisflokksins síðustu ár, sem gjarnan hafa verið lögfræðilegar – meðan ég spyr hvort afstaða Guðrúnar sé í takt við alþýðleika Ólafs Thors.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: