- Advertisement -

Ábyrgðin liggur hjá stjórmálastéttinni

Það er því fyrst og fremst við ábyrgðarlausa ríkisstjórn og stjórnmálastétt að sakast.

Jón Magnússon skrifaði:

Morgunblaðið bendir réttilega á það í leiðara, að engin innistæða er fyrir launahækkunum sem hafa orðið á íslenskum vinnumarkaði í djúpri kreppu. En hvað veldur?

Þeir sem leiða launahækkanirnar og hafa gert allt þetta kjörtímabil eru stjórnmálamenn, sem létu hækka laun sín af vinum sínum í Kjararáði um leið og þeir settust í valdastóla eftir kosningar. Sú launahækkun var órökstudd og röng og það var þá þegar fyrirséð, að tæki Alþingi og ríkisstjórn ekki á því, þá mundu verða keðjuverkanir á launamarkaðnum eða höfrungahlaup eins og fjármálaráðherra kallar það.

Sú launahækkun var órökstudd og röng.

Sú hefur líka orðið raunin og órói hefur verið á vinnumarkaðnum allt frá þessari sjálftöku stjórnmálastéttarinnar og æðstu embættismanna ríkisins. Aðeins einn þingmaður reyndi að andæfa, en ekki var hlustað á hann og hann er því miður þagnaður.

Þegar Morgunblaðið bendir réttilega á að sú launaþróun sem orðið hefur í landinu stenst ekki miðað við aðrar þjóðhagsstærðir, þá þarf fyrst að beina athyglinni að þeim sem tróna á toppnum og eru með starfskjör, sem eru langt umfram það sem almenni vinnumarkaðurinn getur boðið eða staðið undir.

Það er því fyrst og fremst við ábyrgðarlausa ríkisstjórn og stjórnmálasétt að sakast. Þjóðfélagið lifir ekki endalaust á seðlaprentun og gjafapökkum frá ríkisstjórninni á kostnað framtíðarinnar. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: