- Advertisement -

„Ærumeiðingar af verstu gerð“ / Eldglæringar í Ráðhúsinu

Vigdís Hauksdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Magnaður ófriður er innan borgarráðs.

„Hér leggst borgarfulltrúi Miðflokksins Vigdís Hauksdóttir enn og aftur lágt og í þetta sinn dylgjar hún um starfsfólk borgarinnar sem látið hefur af störfum og ýjar að því að fólk sé spillt eða þaðan af verra. Þessi málflutningur borgarfulltrúans er honum til minnkunar og eru ærumeiðingar af verstu gerð.“

Þannig bókuðu borgarráðsfulltrúar meirihlutans eftir orðhvassa bókun Vigdísar Hauksdóttur Miðflokki. Tilefnið er afturköllun viljayfirlýsingar vegna Heklureitar og Suður-Mjóddar. Það er ekkert verður að flutningi bílaumboðsins Heklu frá Laugavegi í Mjóddina. Og þá verður ekkert að fyrirhugaðri íbúðabyggð á Heklureitnum.

„Viljayfirlýsingin sem hér er afturkölluð snerist um uppbyggingu á Heklureit og úthlutun lóðar undir bílaumboðið í Mjódd. Ekki hafa náðst samningar við stjórnendur Heklu vegna málsins og því er viljayfirlýsingin afturkölluð,“ segir í bókum borgarráðs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vigdís Hauksdóttir bókaði: „Þetta eru tíðindi. Hekla hf. hlýtur í ljósi þessarar riftunar að fara fram á endurgreiðslu 200 miða á tónleika Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar en hann hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 12. október 2018. Eða voru þeir kannski gjöf Hrólfs til Heklu? Bílaumboðið Hekla hf. keypti 200 miða á tónleika Hrólfs. Samkvæmt miðasölu Hörpu kostaði miðinn 8.000 krónur. Það samsvarar því að Hekla hafi keypt miða fyrir 1,6 milljónir króna. Áður en Hrólfur lét af störfum fyrir borgina stýrði hann samningaviðræðum við Heklu fyrir hönd Reykjavíkurborgar vegna lóðaúthlutunar til fyrirtækisins, án útboðs.“

Enn og aftur slær í brýnu milli meirihlutans og Vigdísar Hauksdóttur. Kjörtímabilið er hálfnað.

Hér eru bréf sem fylgja málinu:Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: