- Advertisement -

Leiguverð hjá Félagsbústöðum mun hærra en til stóð

Sósíalistaflokkurinn lagði fram fyrirspurn í velferðarráði. Spurt var um leiguverð hjá Félagsbústöðum sem hlutfall af markaðsleigu:

Lengi hefur verið talað um að leiguverð hjá Félagsbústöðum miðist við ákveðið hlutfall af leiguverði á almennum leigumarkaði og nefnt í því samhengi að leiga hjá Félagsbústöðum hafi verið um 60% af markaðsleigu. Hvernig er það hlutfall í dag og hver hefur þróunin verið síðustu 10 árin? Einnig er spurt um hæsta leiguverð hjá Félagsbústöðum og fermetrastærð þeirrar íbúðar.

Svar: Til þess að svara fyrirspurninni þá voru skoðuð gögn í málaskrá velferðarsviðs er varða sérstakan húsnæðisstuðning, en gögnin þar ná aðeins til ársins 2017. Upplýsingar um leigufjárhæð umsækjenda sem fá sérstakan húsnæðisstuðning eru þar flokkaðar eftir tegund leigusala. Leiguverð Félagsbústaða hefur þróast frá árinu 2017-2024 sem 74%- 81% af markaðsleigu. Hæsta leiguverð Félagsbústaða er 301.702 kr. og hússjóður er 40.376 kr. Rýmið sem er leigt er 158,2 fermetrar og fjöldi herbergja er fimm.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: