- Advertisement -

Af hverju er verið að styrkja kvikmyndaverkefni?

Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar eftirtektarverða grein á Facebook. Miðjan leyfir sér að birta hana:

Í vikunni var gerð könnun á afstöðu almennings til þess að styrkja fjölmiðla og þarf kannski ekki að koma á óvart að meirihluti þeirra sem var spurður var á móti því. Fjölmiðlamenn sjálfur hafa ekki verið spenntir fyrir þessu fyrirkomulagi. En ég kannast ekki við að það hafi verið spurt með sambærilegum hætti um styrki til annarra menningartengdra verkefna (jú, styrkir til fjölmiðla eru undir formerkjum lýðræðis og menningar).
Eins og þessi tafla úr síðasta Viðskiptablaði sýnir þá voru styrkir til kvikmyndaverkefna hér á landi þokkalegir á síðasta ári eða samtals 1,1 milljarður króna. Heimildarmyndin: Hvað höfum við gert? fékk til að mynda jafn háan styrk og hæsti fjölmiðlastyrkurinn mun verða samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi. Ásamt Ófærð 2 fengu þessi tvö verkefni jafnháa upphæð og allir íslenskir fjölmiðlar munu fá á einu ári.

Þeir verða ekki hálfdrættingar á við kvikmyndagerðarmenn og lætur nærri að þeir muni fiska út úr ríkissjóði þrefalda þá upphæð sem fjölmiðlar munu fá, verði frumvarp menntamálaráðherra á annað borða að veruleika.
En af hverju er verið að styrkja kvikmyndaverkefni? Jú, í nafni menningar og landkynningar en minnir mig ekki rétt að höfuðforsendan hafi verið sú að draga hingað alþjóðleg kvikmyndaverkefni? Og þess vegna varð að hækka endurgreiðsluhlutfallið – til að vera samkeppnisfærir. En staðreyndin er sú að íslenskir kvikmyndagerðarmenn mjólka þetta kerfi öðrum fremur nú en skýrsla Ríkisendurskoðunar frá því í haust sagði að á milli 9 og 10 milljarðar hafi farið í þessar endurgreiðslur síðasta áratuginn. Það eru nú talsverðir peningar og ekki nema vona að einhver segir: Hvað höfum við gert?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: