- Advertisement -

Af jólasímtali Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra

Björn Leví Gunnarsson:

„Þegar það getur litið út fyrir að ráðherra sé að skipta sér af lögreglurannsókn þá er það auðvitað skylda þingsins að kanna það. Til þess eru sett lög um ráðherraábyrgð og siðareglur ráðherra. Því ef tilgangur ráðherra var bara að fá upplýsingar þá hefði ráðherra auðvitað átt að hringja í allt annað fólk í eigin ráðuneyti.

Vissi ráðherra það kannski ekki?

Afleiðingin er að nú eru skjalfest möguleg afskipti ráðherra af rannsókn sem beinist meðal annars að öðrum ráðherra í hennar eigin flokki.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Björn Leví Gunnarsson:
Ég held að þau bara hreinlega skilji ekki af hverju þetta er ekki í lagi.
Skjáskot: RÚV.

Auðvitað eiga allar viðvörunarbjöllur að fara í gang. Þetta veit ritstjóri Morgunblaðsins en skellir samt í vörn. Enda fyrrverandi formaður þessa sama flokks sem kann ekki á hvar mörk valdsins enda og hvar misnotkun á valdi byrjar.

Eða hitt. Ég held að þau bara hreinlega skilji ekki af hverju þetta er ekki í lagi. Hvers vegna, hef ég ekki hugmynd um. Líklega áratugalöng menning af því að gera nákvæmlega þetta, misnota vald.

Og að kalla þetta lýðskrum … ef vörnin er ekki betri en þetta er málstaðurinn greinilega óverjandi. Annars væri hægt að finna betri og málefnalegri vörn. Þegar engin málefnaleg vörn finnst er gripið til ásakana um lýðskrum eða loftárásir … fólki skipt í lið, með og á móti af tilfinningahita þar sem rök skipta engu máli, þar sem þau eiga að gleymast í hita leiksins.

Kjarninn í þessu eru möguleg pólitísk afskipti ráðherra af lögreglurannsókn á samflokksráðherra. Útskýringar um „bara að fá upplýsingar“ eru áhugaverðar því þær upplýsingar er að finna annarsstaðar, eftir viðeigandi leiðum. Hvers vegna ráðherra leitaði eftir þeim upplýsingum í gegnum óviðeigandi leiðir og málaði þannig málið með pólitískum afskiptum er alvarlegt. Það er ekki hægt að líta framhjá því. Hvorki með ásökunum um lýðskrum né að það var ekkert „alvarlegt“ sem fór fram í símtalinu. Símtalið sjálft er vandinn sem býr til pólitísku afskiptin, því augljóslega viðurkennir ráðherra ekkert slíkt. Erfitt að sjá hvernig lögreglustjóri gæti gert það heldur. Ýmislegt getur líka legið á milli línanna í slíku símtali þó það sé ekki sagt berum orðum. Ráðherra hringir eru stundum næg skilaboð…“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: