- Advertisement -

Af verkföllum og ekki verkföllum

Við rérum auðvitað eins og hinir. Aldrei var meira minnst á ósamþykkta samninginn. Hann bara, já, hann bara.

Þegar ég var ungur sjómaður, einhvern tíma upp úr 1970, fóru hásetar í verkfall. Samið var um nýjan kjarasamning og atkvæði greidd samtímis í sjómannafélögum víðs vegar um landið.

Svo fór að við í Ólafsvík skárum okkur úr. Allir aðrir samþykktu samninginn. Við felldum. Voru sem sagt einu sjómenn landsins sem vorum áfram í verkfalli. Allir aðrir landsins sjómenn réru.

Útgerðarmennirnir komu saman til fundar. Flestir þeirra voru skipstjórar á sínum bátum. Og flestir áttu þeir Citroen Pallas. Við hásetarnir hittumst á bryggjunni. Samstaða var um að gefast ekki upp. Engin hreyfing var á Citroenbílunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Í upphafi fundar lagði ég fram tillögu þess efnis að gestirnir að sunnan skyldu brottrækir vera. Fara aftur til Reykjavíkur og endurnýja heitið gagnvart félögum okkar hásetunum. Tillaga mín var felld. Kolfelld.

Loks sáum við hreyfingu. Þeir settust hver í sinn Citroen og óku að bryggjunni. Lögðu bílunum þar. Gengu niður bryggjuna. Sögðu ekkert. Fyrr en hver og einn kallaði: Sleppa!

Einhver okkar sagði; við erum í verkfalli. Því var svarað að bragði. Hættið þessari vitleysu. Flestir fóru um borð í sína báta. Og þeir sigldu út hver af öðrum. Nema Ólafur Bjarnason SH. Skipstjórinn okkar stóð á bryggjunni. Gekk að okkur og sagði; hvað gerum við nú?

Við rérum auðvitað eins og hinir. Aldrei var meira minnst á ósamþykkta samninginn. Hann bara, já, hann bara.

Mörgum árum síðar bundist hásetar og skipstjórar og stýrimenn tryggðaböndum í kjarabaráttu. Ætluðu að standa hlið við hlið. Yfirmennirnir sviku og gerðu samning. Komu til Ólafsvíkur. Boðuðu fund. Við mættum margir. Bæði við stýrimennirnir sem og þeir sem voru hvoru tveggja skipstjórar og útgerðarmenn.

Í upphafi fundar lagði ég fram tillögu þess efnis að gestirnir að sunnan skyldu brottrækir vera. Fara aftur til Reykjavíkur og endurnýja heitið gagnvart félögum okkar hásetunum. Tillaga mín var felld. Kolfelld.

Þegar kom að því að greiða atkvæði spurði ég einn, sem var bæði útgerðarmaður og skipstjóri, hvort hann ætlaði að greiða atkvæði. Hann sagði já, eðlilega. Ég svarað honum og sagðist þá ekki greiða atkvæði. Ástæðuna sagði ég vera þá að hann hefði mun meiri hagsmuni sem útgerðarmaður en sem skipstjóri. Þeir mættu því hirða fundinn og félagið.

Hann brást ósáttur við. Gekk af fundi og aðrir kollegar hans á eftir honum. Engir eftirmálar urðu af þessu. Mín skoðun varð undir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: