- Advertisement -

Steingrímur J. og veiðigjöldin

Um mitt ár 1997 var haldin ráðstefna á Akureyri um veiðigjald í sjávarútvegi. Steingrímur J. Sigfússon stal senunni, Ræða hans vakti óskipta athygli allra.

Hér fer hluti af ræðu Steingríms, sem þá var þingmaður Alþýðubandalagsins sáluga:

Hugmyndin um að tala marga milljarða eða milljarðatugi út úr sjávarútveginum í formi veiðugajlds eru í besta falli mög varhugaverðar og í versta falli stórhættulegar. Velferð þjóðarinnar á fyrstu árum og áratugum bæstu aldar kemur til með að ráðast mikið af því hversu vel sjávarútveginum gengur að byggja upp og þróast inn í framtíðina sem mattvælastóriðja, sem hátæknivædd og þróuð grein þar sem allt er til staðar; vöruþróun, gæðaeftirlit, vel mennta, vel launað og þá væntanlega ánægt starfsfólk. Ekkert eitt mál er afdrifaríkara fyrir framtíð byggðakeðjunnar hringinn í kringum landið.“

Veiðigjald yrði íþyngjandi fyrir sjávarútveginn og það yrði íþyngjandi fyrir fyrir byggðarlögin. Fyrir mér er málið ekki flókið og það þarf ekki að eyða miklum tíma í að rífast um það fram og aftur. Þessu má með einföldum orðum lýsa á eftirfarandi hátt:

Sá hagnaður, í tapárum það eigið fé fyrirtækjanna sem færi í að greiða gjaldið, færi út úr fyrirtækjunum og út úr byggðarlögunum. Það verður ekki eftir þar til fjárfestingar og uppbyggingar. Það e rmorgunljóst.“

Steingrímur vék næst máli sínu að Síldarvinnslunni í Neskaupstað.

„Í hvað hefur hagnaður Síldarvinnslunnar í Neskaupstað farið undanfarin ár? Hann hefur í meginatriðum farið í að endurnýjun loðnubræðslunnar, í að kaupa Nlæng, fór í að endurbyggja Börk. Ef þessi hagnaður hefði að stórum hluta til verið gerður upptækur hefði hann ekki farið í þetta. Málið er ekkert flóknara. Það hefur verið þannig að starsfólk sjávarútvegsfyrirtækjanna, sjómennirnir, fiskvinnslufólkið og íbúar sjávarbyggðarlaganna hafa deilt og munu deila kjörum með sjávarútveginum á sínum heimaslóðum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: