- Advertisement -

Hægrið er ófrelsi fjöldans

Hægrið metur það svo að nú sé sóknarfæri, þegar það hefur VG í öðrum rassvasanum.

Gunnar Smári skrifar:

helvíti fjöldans.

Hvert er frelsi hægri manna? Bjarni Benediktsson lýsti því svo í Kastljósi að það náist með því að halda atvinnulausu fólki vel fyrir neðan hungurmörk svo það neyðist til þiggja vinnu á lágmarkslaunum, sem eru við fátækramörk. Fyrirtækjaeigendur hafa ekkert frelsi til að arðræna fólk, að borga því vart nóg til að lifa af en hirða sjálfir megnið af arðinum af vinnu þess, nema tryggt sé að hin atvinnulausu svelti. Frelsi hægri manna byggir á ófrelsi fjöldans og snýst um frelsi fárra til að stunda vinnuþrælkun, studdir af ríkisvaldi, lögum, dómstólum og lögreglu. Frelsi hægri manna er helvíti fjöldans.

valdarán hinna fáu ríku.

Stundum reynir hægrið að fela þetta, þegar það óttast að fólk muni rísa upp ef það sýnir sitt rétta andlit. Sú er ekki staðan í dag. Hægrið metur það svo að nú sé sóknarfæri, þegar það hefur VG í öðrum rassvasanum og Framsókn í hinum og getur sest á þessi flokksræksni hvenær sem er. Og hægrið er sannfært um að þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar muni vinstrafólk aldrei ráðast af neinu afli að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er eins og skothelt vesti fyrir herforingja á leið í stríð, segir Bjarni Benediktsson. Og nú er stríð. Sá sem sigrar mun eiga það Ísland sem rís upp úr kreppunni.

Hægrið er andmannúð og ófrelsi fjöldans. Það er valdarán hinna fáu ríku, sem er viðhaldið með aðdáun sumra á valdinu og ótta annarra gagnvart því.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: