- Advertisement -

Freki karlinn ræðir því sem hann vill

Gunnar Smári skrifar:

Það sem er áhugaverðast við þessar ábendingar hagfræðinganna, og veik andsvör stjórnvalda við þeim, er að þær draga fram að stjórnvöld eru ekki með neina mæla í mælaborðinu. Þau keyra skútuna áfram eftir því hvað freki ríki karlinn í brúnni gólar hverju sinni. Og þannig hefur það því miður verið æði lengi. Þið fáið að deila um hver fær að stýra skútunni en sá eða sú stýrir bara eftir því að sá frekasti vill. Við erum að því leiti ekki opið lýðræðisríki sem reynir að finna þá lausn sem bætir hag flestra, við erum ekki einu sinni með mælitækin til að koma okkur þangað. Þau freku vinna gegn því, vita að það mun minnka völd þeirra. Þess vegna var Þjóðhagsstofnun lokað og dregið úr allri vinnu við að soga upplýsingar út úr samfélaginu. Því minna sem stýrimaðurinn veit, því betur lætur hann að stjórn, segir fá freki.

Hér má lesa frétt Ríkisútvarpsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: