- Advertisement -

Oflátungurinn Ólafur Thors

Við nám var hann aumasti aukvisi, sem svindlaði sig í gegnum próf með yfirlæti og hundavaðshætti.

Stjórnmál Við lestur á timarit.is sá ég forsíðu Tímans frá árinu 1936. Þarhafði mönnum verið heitt í hamsi. Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins hafði verið kjörinn í bankaráð Landsbankans þrátt fyrir hrikalegar skuldir Kveldúlfs og ábyrgðir sem Ólafur hafði kvittað upp á. Kjör hans í bankaráðið þótti mörgum vera meira en sættir gætu orðið um. Þær tilvitnanir sem hér eru sýna hörkuna sem var í stjórnmálum fyrir rúmum áttatíu árum.

„Ólafur Thors lét ekki á sér standa að „þakka“ þingmannaliði íhaldsins fyrir sig, eða þeim hluta þess, sem var svo ,,smekklegur“ að kjósa hann í bankaráð Landsbankans. En „þakklætið“ birtist í aðalmálgagni íhaldsflokksins í s. 1. viku að vísu í óundirskrifaðri grein. Þar leyfir þessi oflátungur sér að halda því fram, að hann hafi verið valinn til þessa trúnaðarstarfs sakir þess að hann hafi meira vit á atvinnulífi landsmanna en Jóhannes Jóhannesson.

Að vísu mun þekking Jóhannesar æði takmörkuð á þessu sviði. En hitt veit almenningur, að Ólafur Thors hefir aldrei unnið ærlegt handtak, hvorki til sjós né lands. Við nám var hann aumasti aukvisi, sem svindlaði sig í gegnum próf með yfirlæti og hundavaðshætti, eftir því sem skólabróðir hans, Vilmundur landlæknir lýsti yfir, að gefnu tilefni í ræðu á Alþingi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Framkv.stjóri Kveldúlfs er hann aðeins að nafnbót og að engu hafður í stjórn þessa annars einkennilega rekna firma. Og mega Framsóknarmenn vel við una, að aðalandstöðuflokkur þeirra skuli hafa valið slíkan mann í fylkingarbrjóst og mun flokknum farnast því ver, þeim mun víðar sem það felur þessum reynslulausa og jafnvægislausa manni að fara með umboð sitt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: