- Advertisement -

Afi minn, 160 ára

Þegar ég vaknaði í morgun rifjaðist upp að föðurafi minn, Hinrik A. Hansen fæddist fyrir 160 árum, eða, 20. apríl 1859. Hans e meðal annars getið í Skútuöldinni, bók eftir Gils Guðmundsson. Eftir stutta leit á netinu fann ég þessa minningargrein um afa minn. Hann lést 82 ára frá sex ungum börnum.

Það er eflaust ekki í frásögur færandi þó gamall maður þrotinn að heilsu og kröftum yfirgefi tilveru þessa lífs, en við sem eftir lifum getum vissulega auðgast af því, að láta hugann dvelja í minningum við líf þeirra manna, sem ávalt reyndust köllun sinni trúir: sem trúðu á guð og sjálfa sig, og með heiðarleik og skyldurækni hafa afkastað miklu starfi. Hinrik A. Hansen var fæddur að Vorhúsum á Vatnsleysuströnd 20. apríl 1859 og var því nær 82 ára að aldri er hann andaðist 5. janúar s. 1. eftir stutta legu á sjúkrahúsi Hafnarfjarðar.

Fjögra ára gamall fluttist Hinrik að Minni Vogum, þar sem hann ólst upp til 16 ára aldurs, að hann fór í vinnumensku til frænda síns Klemensar Egilssonar i Minni Vogum. Nær þrítugur kvæntist Hinrik fyrri konu sinni Signýu Ólafsdóttur, reisti hann þá nýbýli á Mýrarhúsum í Vogum og bjó þar í nokkur ár, uns hann fluttist til Hafnarfjarðar og keypti jörðina Jófriðarstaði, og var hann af mörgum ávalt síðan kendur við þann stað; átti hann síðan heima í Hafnarfirði til dauðadags.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á þessum árum stundaði Hinrik ávalt sjómensku jafnhliða búskapnum, enda var sjómenskan veigamesti þáttur í atvinnulífi hans alt fram á elliár. Var dugnaður hans og fiskisæld mjög rómað, og hefir nafni hans verið haldið á lofti, sem eins ágætasta sjómanns þeirra tíma.

Árið 1919 misti hann konu sína og tveim árum síðar brá hann búi á Jófríðarstöðum, og varð þá lausamaður í nokkur ár og dvaldi þá lengst hjá Birni Helgasyni skipstjóra í Hafnarfirði. Með Signýu fyrri konu sinni eignaðist Hinrik 3 börn, og lifir eitt þeirra Guðlaug gift í Hafnarfirði. Af systkinum hans er einn hálfbróðir á lífi, Sveinbjörn Stefánsson búsettur í Reykjavík. Voru þeir ávalt mjög samhendir og héldust bræðrabönd þeirra traust og einlæg alla tíð.


…sem svo oft hjá sjómanninum er háð upp á líf og dauða…

Árið 1925 kvæntist Hinrik eftirlifandi konu sinni, Gíslínu Egilsdóttur, og eignuðust þau 6 börn, sem öll lifa i æsku. Á þessum árum rennur upp nýr þáttur í lífi hans. Ný æfi — ný barátta, nú var þrekið og kraftarnir á þrotum en áhuginn og starfsgleði óbilað. Ég kynntist honum mest á þeim árum, og oft fanst mér sem í fari hans vottaði fyrir söknuði yfir því að geta ekki ennþá notið hugsjóna æskumannsins, og þó átti hann svo bágt með að trúa því að hann væri ekki megnugur, að standa af sér straum lífsins, sem svo oft var svo þungur. Og nú ,á síðustu árum þegar kraftarnir voru þrotnir að mestu, þegar líkaminn var hættur að hlýða rödd áhugans, þá var það oft að hann safnaði orkunni saman með hvíld í daga og nætur, og svo var baráttunni haldið áfram, — þar til orkugeymirinn var tómur — baráttunni er var helguð æðstu hugsjón aldraða manns, að sjá farborða ástvinunum sem voru; svo margir smáir og þörfnuðust aðstoðar. En ég sá líka Hinrik lifaí ljúfum minningum frá þeim árum er lífsaflið var óbilað þegar þróttur æskumannsins var í engu skerfur og lífið lá framundan svo bjart og skuggalaust. Hugur hans dvaldi þá oft við minningar frá sjómannsárunum, baráttunni við Ægi, sem svo oft hjá sjómanninum er háð upp á líf og dauða, en hann víssi að hann mátti aldrei missa trúna á hinn stjórnandi mátt, og sú trú olli honum aldrei vonbrigða til dauðadags. Og eflaust hefir Hinrik líka haf t óbilandi trú ásínum eigin mætti, — mætti sem þó ávalt var strangfega haldið i böndum heiðarleiks og trúmensku.

Við kveðjum þig Hinrik. Í dag eru jarðneskar leifar þínar bornar til hinstu hvílu. Í hugum allra þeirra sem kyntust þér á lífsleiðinni framkallast nú þakklæti til þín fyrir unnið æfistarf og í hjörtum vina þinna munu eflaust geymast ljúfar minningar frá samverustundunum og þeir munu ávalt minnast þess að þú vildir öllu fórna þeirra vegna.

Blessuð sé minning þín.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: