- Advertisement -

Alþjóðlegt ljóðakvöld

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO stendur fyrir ljóðakvöldi á opnunarkvöldi Vetrarhátíðar, fimmtudaginn 5. febrúar, með borgarskáldi Edmonton, Mary Pinkoski, og reykvísku skáldunum Antoni Helga Jónssyni og Elíasi Knörr. Tónlistarkonan dj flugvél og geimskip skemmtir einnig gestum. Ljóðakvöldið verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hefst dagskráin kl. 20:30. Hún mun standa í um klukkutíma.

Edmonton er gestaborg Reykjavíkur á Vetrarhátíð í ár. Af því tilefni hefur Bókmenntaborgin stefnt saman þessum þremur skáldum. Öll leggja þau áherslu á munnlegan flutning ljóðlistarinnar, Mary Pinkoski skilgreinir sig sem „spoken word poet“, Elías á það til að syngja sinn skáldskap og Anton Helgi er þekktur fyrir lifandi og persónulegan flutning. Stefnumót þeirra í aðraganda viðburðarins fer fram bæði í net- og raunheimum og hafa þau sett saman dagskrá sem þau tileinka ljósinu í vetrarmyrkrinu. Árið 2015 er einmitt ár ljóssins hjá UNESCO.

Tónlistarkonan dj. flugvél og geimskip  flytur sömuleiðis á ljóðakvöldinu hressilega elektróníska tónlist með „geimívafi“. Markmið hennar er að upplifun áheyrenda minni á drauma eða ferðalag um geiminn.

Sjá meira á vef Bókmenntaborgar.

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: