- Advertisement -

Arthur og Örn hætta báðir

Örn Pálsson fráfarandi framkvæmdastjóri hélt aldeilis fína ræðu við upphaf fundarins.

Við upphaf aðalfundar Landssamband smábátaeigenda tilkynntu bæði Arthur Bogason formaður og Örn Pálsson framkvæmdastjóri að þeir muni láta af störfum. Arthur gekkst fyrir stofnun sambandsins fyrir réttum 40 árum og Örn réðst til sambandsins ári seinna.

Við það þeir láti báðir af ströfum núna verða eflaust einhverjar breytingar, bæði og á stefnu og í starfi. Í dag verður nýr formaður kjörinn.

Bæði Arthur og Erni var þakkað fyrir þeirra framlag til málstaðar smábátaeigenda. Fundarfólk þakkaði hvorum fyrir sig með standandi lófataki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þegar Arthur gekkst fyrir stofnun sambandsins hefur hann ólíklega séð fyrir sér að þar með yrði það ævistarf hans.

Sjálfur hef ég átt samstarf við þá báða. Örn er ótrúlega skipulagður og afkastamikill. Arthur hefur reynst drjúgur og góður í baráttunni.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: