- Advertisement -

Ásmundur Einar í feluleik

„Það er auðvelt að tala og þykj­ast styðja sögu og rétt­indi kvenna en annað að standa við það og velja leiðir við völd sem end­ur­spegla þá af­stöðu.“

Bergþór Ólason.

„Þessi sami ráðherra lét þetta ekki nægja held­ur hef­ur hann verið önn­um kaf­inn við að lofa nýj­um þjóðarleik­vangi, með pomp og prakt. Svo kom fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar hans og þar var hvergi minnst á eina krónu í nýj­an þjóðarleik­vang. Ráðherr­ann hef­ur ekki látið ná í sig síðan, mæt­ir ekki í fyr­ir­spurna­tíma í þing­inu enda erfitt að horf­ast í augu við eigið inni­halds­leysi,“ skrifar Bergþór Ólason sveitungi Ásmundar Einars Daðasonar í Moggann.

Bergþór gerir grín af trúgirni Ásmundar Einars, húseiganda og leigusala í Borgarnesi. Eina sem hefur gerst er að tekin var mynd af ráðherranum og borgarstjóranum. Lengra er varla komið með þjóðarhöllina. Alveg dæmigert.

Bergþór er ósáttur við áform Ásmundar Einars um sameiningu framhaldsskóla.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þær eru kald­ar kveðjur Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, ráðherra barna- og mennta­mála, til kvenna á Íslandi þessi dægrin. Hann hef­ur nú lagt til að leggja niður Kvenna­skól­ann í Reykja­vík og binda þar með enda á 150 ára sögu skól­ans. Það voru kon­ur sem stofnuðu skól­ann á sín­um tíma – kon­ur sem ekki fengu inni í Lærða skól­an­um (nú Mennta­skól­an­um í Reykja­vík) og gripu til sinna ráða. Kon­ur sem mátu mennt­un mik­ils og skildu að hún væri grund­völl­ur betra lífs og sjálf­stæðis. Skól­inn ruddi braut­ina í mennt­un kvenna og starfar enn í dag við góðan orðstír og er eft­ir­sótt­ur af nem­end­um þessa lands ár hvert. Ráðherr­an­um virðist standa á sama um þetta allt og tel­ur viðeig­andi að loka ein­fald­lega dyr­un­um,“ skrifar Bergþór.

Þetta eru í raun ótrú­leg skila­boð ráðherr­ans og Fram­sókn­ar­flokks­ins til kvenna – þeirra saga skipt­ir ekki máli og má slaufa með einu penn­astriki. Eng­ar fleiri ung­ar kon­ur skulu fá mögu­leika á því að setja mark sitt á þessa 150 ára sögu Kvenna­skól­ans. Það má vona að af þessu verði ekki og ráðherr­ann verði hrak­inn til baka með þessa til­lögu sína. Það er auðvelt að tala og þykj­ast styðja sögu og rétt­indi kvenna en annað að standa við það og velja leiðir við völd sem end­ur­spegla þá af­stöðu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: