- Advertisement -

Átök milli ráðherra og ráðuneytisstjóra

„…hagi sér eins og „heimarík­ir hund­ar“ og fari sínu fram…“

„Al­mannaróm­ur hef­ur lengi sagt og í aukn­um mæli að emb­ætt­is­manna­kerf­in í ráðuneyt­um leggi áherzlu á að „ná tök­um“ á nýj­um ráðherr­um á nokkr­um fyrstu mánuðum þeirra í embætt­um. Með því er átt við að kerf­in ráði ferðinni en ekki hinir nýju ráðherr­ar sem þó eru kjörn­ir full­trú­ar fólks­ins í land­inu. Kannski eru nýj­ar kyn­slóðir stjórn­mála­manna að átta sig bet­ur á þessu. Alla vega hafa farið sög­ur af því und­an­farna mánuði að í tíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar sé meira um átök á milli ráðherra og emb­ætt­is­manna þeirra en áður hafi þekkzt.“

Það er Styrmir Gunnarsson sem skrifar þetta í vikulegri grein sinni í Morgunblaðinu.

„Utan frá séð virðist orðið meira um það en áður var að hátt­sett­ir stjórn­end­ur í ráðuneyt­um, sem lengi hafa setið í embætt­um, hagi sér eins og „heimarík­ir hund­ar“ og fari sínu fram, hvað sem líður vilja ráðherra eða póli­tísk­um hags­mun­um. Og þar sé að finna skýr­ing­ar á und­ar­leg­um ákvörðunum sem aft­ur og aft­ur virðast tekn­ar í ráðuneyt­um. Dæmi eru um að emb­ætt­is­menn hafi gengið svo langt að reyna að vinda ofan af ákvörðunum þing­nefnda sem þeim hafa ekki verið að skapi,“ skrifar Styrmir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Rétt er að rifja upp Davíðs Oddssonar þegar hann sagði marga nýja ráðherra verða fljótt „húsvanir“ í ráðuneytunum. Það er embættismönnum takist fljótt að ná sínum tökum á ráðherrunum.

Styrmir heldur áfram: „Óánægja al­mennra borg­ara er orðin svo víðtæk af þess­um sök­um að senni­lega mundi stjórn­mála­flokk­ur, sem til­einkaði sér kjör­orðið „báknið burt“, sem ung­ir sjálf­stæðis­menn tóku upp forðum daga, geta náð veru­leg­um ár­angri í kosn­ing­um með því að ryðjast fram á hinum póli­tíska víg­velli með þann gunn­fána í far­ar­broddi.“

Svo kemur setning sem ég skil ekki hvað á að merkja: „Alla vega ætti for­ystu­sveit Sjálf­stæðis­flokks­ins að horfa vand­lega til beggja átta og gæta að því, hvort Miðflokk­ur­inn sé ein­hvers staðar í aug­sýn.“

Hver meiningin er erfitt að átta sig á.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: