- Advertisement -

Bankarnir skili vaxtalækkunum

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Nú geri ég þá skýlausu kröfu á fjármálakerfið í heild sinni að skila þessari vaxtalækkun til heimila og fyrirtækja. En því miður hefur fjármálakerfið einungis skilað hluta af þeim stýrivaxtalækkunum sem Seðlabankinn hefur framkvæmt frá því að Lífskjarasamningurinn var undirritaður 3. apríl í fyrra.

Það á alls ekki að láta það átölulaust ef fjármálakerfið ætlar sér að draga lappirnar enn og aftur með að skila þessum vaxtalækkunum Seðlabankans til heimila og fyrirtækja.

Lækkun vaxta er ein mesta kjarabót sem heimilin geta fengið og hjálpar klárlega fyrirtækjum við að standa komandi efnahagsstorm af sér vegna kórónuveirunnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: