- Advertisement -

Baráttan hefur aldrei skipt meira máli

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir undirskrift kjarasamnings við bæjarfélögin:

Kæra fólk, við höfum undirritað samning við sveitarfélögin sem færir okkur sambærilega leiðréttingu og við náðum hjá borg og ríki. Við erum glöð, stolt og ánægð. Og dálítið syfjuð. Við þökkum innilega fyrir stuðninginn og samstöðuna sem við höfum fundið fyrir. Hún er ómetanleg.

Sjáumst í baráttunni.

„Ég vil líka benda á hversu mik­il­væg skila­boð fé­lags­menn okk­ar senda inn í sam­fé­lags­ástandið með þess­um ár­angri. Ef ein­hver hélt að kór­óna­veirufar­ald­ur­inn og efna­hags­lægðin sem hon­um fylg­ir yrði átylla til að skerða kjör lág­launa­fólks og berja niður í þeim bar­áttu­and­ann, þá hafa fé­lags­menn okk­ar hjá sveit­ar­fé­lög­un­um sýnt að það er ansi stór mis­skiln­ing­ur. Bar­átt­an fyr­ir rétt­látu sam­fé­lagi er lif­andi og hef­ur aldrei skipt meira máli en ein­mitt núna,“ sagði Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar við und­ir­rit­un samn­ings­ins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: