Bjarni ætlar bara ekki að hætta að fagna og stæra sig af árangri flokksins síns í þingkosningunum í nóvember. Bjarni vill helst að öllu fresta áður ákveðnum landsfundi flokksins. Margir flokksfélagar eru honum ekki sammála.
Bjarni var góður í fótbolta. Segjum sem svo að Bjarni sé að keppa i fótbolta. Andstæðingarnir hafa skorað þrjú mörg. Bjarni og félagar ekkert. Fyrr en undir lok leiksins að þeir poti inn einu marki. Getur það talist varnarsigur? Og þá til hvers í ósköpunum?
Bjarni verður bent á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei i sinni sögu, en hann var stofnaður á árinu 1929, fengi eins slæma útreið. Að auki mælist Bjarni ítrekað óvinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar. Í raun og veru er ekkert sem Bjarni getur kallað varnarsigur. Nákvæmlega ekkert. Ekki baun í bala.
Vandamál Bjarna og flokksins eru mörg. Það þarf að taka til. Nú freistar Bjarni þess að fresta örlögum sínum um hálft ár. Til hvers er óskiljanlegt. Varaformaðurinn, Þórdís K.R. Gylfadóttir ber að sjálfsögðu líka mikla ábyrgð. Kjósendur flokksins í Kraganum strikuðu yfir hana oftar en nokkur annar frambjóðandi varð að þola. Þar á meðal Bjarni sem var í öðru sæti á skammarlistanum þeim.
Þar sem Bjarni neitar staðreyndum, hlustar ekki á samstarfsfólki sitt og annað eftir því ber fólkinu sem næst honum stendur að benda honum á hina vonlausa stöðu. Fyrir flokkinn er það þannig að því fyrr sem Bjarni áttar sig á vonlausri stöðu sinni, því betra.
Innan flokks þarf að verða til andófshreyfing sem gæti kallast „Burt með Bjarna“. Bjarni er spilltur, frekur og stundum mjög skapvondur. Því fyrr sem hann fer, því betra fyrir flokkinn og eflaust líka fyrir þjóðina. Far vel.
-sme