- Advertisement -

Bjarni: „Eðlilegt að einkaframtak þrífist í heilbrigðiskerfinu“

- og hvers vegna myndast biðlistar? Hvers vegna stöndum við frammi fyrir því að þurfa í sumum tilvikum að samþykkja að sjúklingar ferðist yfir landamæri til þess að fá þjónustu?

„Þegar menn spyrja hvort ég styðji það að við nýtum kosti einkaframtaksins í heilbrigðiskerfinu eins og við höfum gert fram til þessa, þá held ég að komi engum á óvart að ég tel eðlilegt að einkaframtak þrífist í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi þegar hann átti í orðaskiptum við Sigmund Davíð.

„Hvers vegna myndast biðlistar?“

„Hvers vegna myndast biðlistar? Hvers vegna stöndum við frammi fyrir því að þurfa í sumum tilvikum að samþykkja að sjúklingar ferðist yfir landamæri til þess að fá þjónustu? Það er ekki nægjanlegt að segja bara sem svo að það sé óheppilegt að við sitjum uppi með kostnaðinn heldur þurfum við að kafa dýpra og fara ofan í rætur vandans,“ sagði Bjarni.

Stagbætt heilbrigðiskerfi

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þar á að vera kjarnaatriði að öllum landsmönnum sé tryggð örugg gæðaþjónusta, öll grunnþjónusta, að við notum heilbrigðiskerfið í landinu til þess að jafna kjörin hvað þetta snertir og það eigi enginn að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort hann leitar á þennan staðinn eða hinn þegar kemur að því að fá góða þjónustu, fá réttu lyfin. Ég held að þörf sé á að stokka kerfið okkar að hluta til upp að nýju, það sé orðið aðeins of stagbætt og of mikill bútasaumur og það sé þörf fyrir heildstæða nálgun,“ svaraði hann.

„Líka hjá einkaaðilum“

„Við erum að auka fjármögnun kerfisins en það er hins vegar mín skoðun, svo ég reyni að þrengja svarið aðeins, að við þurfum að hafa betri stjórn á kaupum á heilbrigðisþjónustu í landinu, bæði hjá hinu opinbera, þ.e. opinbert reknum heilbrigðisstofnunum, en líka hjá einkaaðilum.“

Hlutverk einkageirans

Það er greinilega efakorn í huga Bjarna hvað varðar oflækningar:

„Ég held að það eigi að vera okkur til umhugsunar þegar við erum að hugsa um einkaframtakið í heilbrigðisþjónustu að við erum á ákveðnum sviðum að kaupa margfalt meira af tiltekinni þjónustu, tökum sem dæmi hálskirtlatökum, heldur en þekkist annars staðar. Það er einhver bjögun þar. Á sama tíma er ég sannfærður um að við munum ekki ná árangri í að stytta biðlista og tryggja hámarksgæði þjónustunnar og þar með talið nýtingu fjármagnsins nema við finnum rétta jafnvægið í samspili grunnheilbrigðisþjónustu hjá hinu opinbera og síðan hlutverki einkageirans til hliðar við það. Við munum öll beita okkur fyrir því að þetta þokist í rétta átt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: