- Advertisement -

Bjarni lýðskrumari

Samherji borgar frá sexfalt upp í nífalt meira í Namibíu en til íslenska ríkisins.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Bjarni segir það lýðskrum að bera saman það gjald sem Samherji borgar í Namibíu fyrir makrílkvóta (eftir mútur) og það sem fyrirtæki borgar hérlendis, en munurinn er stórkostlegur; Samherji borgar frá sexfalt upp í nífalt meira í Namibíu en til íslenska ríkisins, þar sem Bjarni er helsti gæslumaður almannahagsmuna sem fjármálaráðherra. Það sem Bjarni bendir á og á að afhjúpa lýðskrumið er að fólk tekur ekkert tillit til ólíkra skatta í löndunum tveimur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hver er þessi munur?

Á Íslandi er tekjuskattur fyrirtækja 20%. Í Namibíu er hann almennt 32%, en hærri á þau fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins; 35% á olíufyrirtæki, 37,5% á námufyrirtæki utan demantanáma en 55% á demantanámur. Namibískt stjórnmálafólk gætir þannig hagsmuna almennings miklum mun betur en íslenskt; innheimtir ekki aðeins hærri leigu fyrir aðgengi að auðlindum hafsins heldur skattleggur sérstaklega þau fyrirtæki sem nýta auðlindir jarðar; svipað og ef íslenskt stjórnmálafólk myndi leggja sérstakan skatt á þau fyrirtæki sem nýta orkuauðlindirnar. Það var gert um skamman tíma, en Bjarni afnam þann skatt.

Bjarna er kannski vorkunn að þekkja ekkert til skattamála í öðrum löndum … það er öðrum löndum en aflöndum, en hann er lunkinn við að fela þar fé til að komast hjá skattgreiðslum. Merkilegur andskoti að þjóðin skuli sætta sig við svona ósvífinn mann sem fjármálaráðherra, jafn forhertan lýðskrumara, ósannindamann og skattsvikara.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: