- Advertisement -

Bjarni svarar Viðreisn fullum hálsi

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svarar fyrir sig:

Ég sé að lýðskrum formanns Viðreisnar heldur áfram á Vísi vegna skýrslubeiðni sem samþykkt var í gær. Hún segir:

,,Það er nefnilega merkilegt ef satt reynist að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi.“

Þetta er ekkert annað en lýðskrum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að gefa annað í skyn er hreint lýðskrum.

Fyrst má hér nefna að sjávarútvegsfyrirtæki bjóða ekki í veiðiheimildir á Íslandi heldur er lagt á þær veiðigjald sem er breytilegt eftir afrakstri veiða í einstökum tegundum. Það er því tómt mál að tala um hvað íslensk fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“.

Og hvað skyldi það yfirhöfuð segja okkur um íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi að tiltekið gjald sé greitt fyrir heimildir til að veiða hrossamakríl í Namibíu? Hvað á það yfirhöfuð að segja okkur um okkar kerfi?

Staðreyndin er að það segir okkur nákvæmlega ekki neitt. Að gefa annað í skyn er hreint lýðskrum.

Þess má geta að tegundin er ekki veidd við strendur Íslands en eins og áður segir er álagt veiðigjald á Íslandi hlutfall af afrakstri veiðanna.

Það sem skiptir mestu er að það, hvað fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“ eða geta greitt fyrir nýtingarrétt ræðst fyrst og fremst af helstu rekstrarforsendum svo sem:
-fjármagnskostnaði og fjárfestingaþörf
-sköttum og gjöldum, þar með talið tekjusköttum, kolefnisgjaldi, olíukostnaði, launatengdum gjöldum, svo sem tryggingargjaldi og lífeyrisframlagi, kjarasamningum sjómanna osfrv.
-markaðsaðstæðum

Þeir sem standa að þessari tillögu láta sem allir þessir þættir séu sambærilegir og hér þurfi bara að svara spurningunni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér annars vegar og í Namibíu hins vegar.
Eða er ekki fiskur bara fiskur?

Nei, augljóslega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýðskruminu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sérhagsmunagæsla!

Það gera þau í einum kór, þingmenn Viðreisnar. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samáls, stjórnarmaður Samtaka iðnaðarins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Jón Steindór Valdimarsson, fv. samstarfsmaður Þorsteins hjá Samtökum iðnaðarins og framkvæmdastjóri þar, og Þorgerður Katrín, formaður, sem kom í pólitíkina aftur beint af skrifstofu Samtaka atvinnulífsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: