- Advertisement -

Bjarni með fordóma gagnvart öryrkjum

Bjarni Ben trúir því í alvöru að fólk sé fátækt því það kunni ekki fjármálalæsi.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Katrín Baldursdóttir.

Það er vont að hafa fjármálaráðherra sem hefur megnustu fordóma fyrir öryrkjum. Trekk í trekk koma þessir fordómar í ljós hjá Bjarna Ben. Hann heldur að veikt fólk sé að svindla, svíkja og stela öryrkjalaununum. Hann segir að það þurfi að fylgjast sérstaklega með „bótasvikurunum“. Það geti verið leið til að bjarga fjármálum þjóðarinnar. Og líka að skera af öryrkjum 8 milljarða. Það hvarlar ekki að honum að fara í vasa eða skera af þeim ríku. Ekki opna aflandsreikninga, ekki koma upp um stórsvindlin, skattsvik hinna ríku, stuldin á auðlindunum, ekki stoppa af trilljóna tilfærslur frá tekjum yfir í fjármagnstekjur og svíkja þannig undan skatti. Bjarni Ben trúir því i alvöru að svona gjörningar séu engin svik heldur bara réttlætismál þeirra sem kunna að græða og hafa aðstöðu til þess.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Nei það er veika fólkið sem er að stela. Það eru „bótasvikararnir“. Þeir sem geta ekki lifað af framfærslunni. Þeir sem eiga að draga fram lífið á um 200-250 þús á mánuði.

Bjarni Ben trúir því í alvöru að fólk sé fátækt því það kunni ekki fjármálalæsi. Og að veikt fólk sé að stela 200 þús. á mánuði. Það sé að ljúga því að það sé veikt. Og þar með er hann að segja að ekkert sé að marka lækna eða heilbrigðisstarfsmenn. Því það þarf að fara í gegnum strangt ferli af rannsóknum og læknisskoðunum og alls kyns vottorðum til að fara í gegnum nálaraugað hjá Tryggingastofnun. Hins vegar er Bjarni Ben og hans fólk og þingheimur búinn að búa til opið og afslappað kerfi fyrir fjármagnseigendur til að valsa með peninga almennings, opna reikninga hér og þar um heiminn til að græða, skipta um kennitölur, stela arðinum af auðlindunum, kúga fólk á húsnæðismarkaði, þrengja að neytendum í þágu fyrirtækja-og fjármagnseigenda o.s.frv. Þarna er ekki verið að stela. Nei það er veika fólkið sem er að stela. Það eru „bótasvikararnir“. Þeir sem geta ekki lifað af framfærslunni. Þeir sem eiga að draga fram lífið á um 200-250 þús. á mánuði.

Skrifin er fengin af Facebooksíðu Katrínar.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: