- Advertisement -

Björn Bjarnason aðstoðaði bandarísk stjórnvöld við njósnir á Íslandi

Síðar var hann ráðherra í ríkisstjórninni sem lýsti yfir stuðningi við Íraksstríðið.

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar:

Athyglisvert að Björn Bjarnason hafi verið fenginn til að skrifa skýrslu um utanríkis- og öryggishagsmuni Norðurlandanna. Hér er fun fact: á meðan Olof Palme hélt ræður gegn Víetnam stríðinu og valdaráninu í Chile – og eftir að Bandaríkin höfðu slitið á öll diplómatísk samskipti við Svíþjóð – þá var Björn Bjarnason að notfæra sér aðstöðu sína sem blaðamaður til að aðstoða bandarísk stjórnvöld við njósnir á Íslandi. Þetta er vel dokúmenterað. Síðar var hann ráðherra í ríkisstjórninni sem lýsti yfir stuðningi við Íraksstríðið. Á síðustu árum hafa hann og fleiri íhaldskarlar varað mjög við því að Ísland taki á móti hælisleitendum sem margir hverjir eru að flýja beinar og óbeinar afleiðingar þess skelfilega stríðs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: