- Advertisement -

Brjáluð spilling, mikil ójöfnuður, svívirðileg fátækt og vinnuþrælkun

Og alþýðan fékk minna. Og alþýðan fékk enn minna.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Brjálæði rúmenski einræðisherrann Nicolae Ceausescu, sem þóttist vera kommúnisti, barði áfram um eina milljón Rúmena til þess að byggja þessa höll handa sér og konunni sinni Elenu. Stærsta höll í heimi, þyngsta bygging í heimi og næst stærsta stjórnarbygging í heimi eftir Pentagon. Ég heimsótti höllina í gær og hef aldrei séð eins marga og stóra sali, eins margar þungar kristalljósakrónur, eins mikinn marmara og eins marga gullslegna glugga og þarna. Alþýðan átti aldrei að fá aðgang að þessari höll í Búkarest. Það er því ákaflega kaldhæðnislegt að Ceausescu kallaði hana Höll fólksins eða „Palace of the People“. Nú heitir hún Palace of the Parliament.

Á sama tíma og alþýðan í Rúmeníu þrælaði í höllinni frá morgni til kvölds átti fólkið ekki ofan í sig að éta, alltof margir höfðu ekki aðgang að vatni og vörur eins og klósettpappír og sápa voru bara munaðarvara fyrir elítuna. Framkvæmdir við höllina hófust árið 1984 og á þeim fimm árum sem tók að byggja höllina undir stjórn Ceausescus fór ástandið versnandi. Ceausescu þurfti alltaf meira og meira fjármagn í höllina sína og bein lína var milli ríkisbankans og framkvæmdaaðila verksins. Og alþýðan fékk minna. Og alþýðan fékk enn minna. Bilið milli ríkra og fátækra breikkaði sífellt.

Þú gætir haft áhuga á þessum
En einræðisherrann og hans frú náðu aldrei að nota höllina sem þau voru að byggja sér, sem er í raun ógeðslega fyndið.

En einræðisherrann og hans frú náðu aldrei að nota höllina sem þau voru að byggja sér, sem er í raun ógeðslega fyndið. Ceausescu var steypt af stóli í desember 1989(eftir að múrinn féll í Berlín) og þau hjón tekin af lífi. Stuttu síðar var höllin tekin í notkun.

Ceausescu hlaut ungur að árum mikla hylli sem stjórnmálamaður fyrir að standa upp í hárinu á Rússum, mótmæla innrásinni í Tékkóslavíu og verja Rúmeníu. Og byggja nýjar verksmiðjur. Ceausescu sagðist vera að starfa í þágu alþýðunnar og var kenndur við kommúnisma. Hann var hins vegar ekkert annað en þjóðernissinnaður fasisti af sömu sort og Hitler. Rúmenía allt! Það átti allt að vera rúmenskt. Til dæmis mátti ekkert nota við smíði á höllinni sem var útlenskt. Allt efni sem notað var varð að vera framleitt í Rúmeníu. Þess vegna þurfti að setja á stofn nýjar verksmiðjur og framleiða í höllina þau efni sem ekki voru til staðar í landinu áður.

Yfirgengilegar og mjög tíðar skrautsýningar voru settar upp í höfuðborginni Búkarest til heiðurs einræðisherranum og hans konu. Mörg þúsund manns voru látin sýna dans eftir strangar æfingar og mynda ýmsa stafi og tákn í sérsmíðuðum búningum.

Alþýðan í Rúmeníu vonaðist eftir að nú tæki við betri tíð með blóm í haga.

Eftir því sem þjóðin varð fátækari þess veglegri urðu skrautsýningarnar. Heimurinn átti að sjá hvað allt væri æðislegt í Rúmeníu og engin mátti segja sannleikann.

Fylgst var náið með fólki og allir urðu að mæta á skrautsýningarnar. Öll þjóðin átti að vera viðstödd. Þeir sem ekki komu áttu á hættu að verða reknir úr vinnu, fá lægri laun eða eitthvað álíka.

Allir áttu að klappa fyrir foringjanum og konunni hans(hún var víst verri en hann) þegar hann mætti á svæðið, hvort sem það var á skrautsýningarnar eða af öðru tilefni. Og þau hjónin vildu alltaf láta klappa mikið fyrir sér. Einn Rúmeni orðaði það svo í mín eyru að þetta hefði verið stærsta klapplið í heimi, sem taldi um 22 milljónir manna.

En svo snerist þetta alveg upp í andhverfu sína í desember 1989 þegar milljónir manna mættu, ekki til að klappa heldur til að púa þau niður. Ceausescu var færður af svölunum þaðan sem hann ætlaði að tala við þjóðina, honum steypt af stóli og þau hjónin tekin af lífi. Skotin til bana.

Alþýðan í Rúmeníu vonaðist eftir að nú tæki við betri tíð með blóm í haga. En allt of lítið hefur lagast og sumt ekki neitt. Kapítalismi að vestrænum sið með sínar nýfrjálshyggjuáherslur hefur brugðist þjóðinni. Það er alveg sama hvaða flokk þjóðin kýs í kosningum, það breytist ekkert. Brjáluð spilling, mikil ójöfnuður, svívirðileg fátækt og vinnuþrælkun er það sem einkennir þjóðina í dag.

Rúmenar eru svo örvæntingarfullir að þeir trúa því í alvöru að Evrópusambandið geti bjargað þeim. En ESB er rekið áfram í anda hnattræns nýfrjálshyggjukapítalismans og æ fleiri hættir að trúa á að leikreglur þess stuðli að jöfnuði og réttlæti.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: